Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Síða 60
viðræður EFTA-n'kjanna og EB um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði. í bókinni er atriðisorðaskrá og skrá unt heimildir og upplýsingarit um EB. Þá eru í bókarlok birtar nokkrar töflur aðallega varðandi viðskipti íslands við EB. Segja má, að það þjóni ekki miklum tilgangi að finna að yfirlitsritum sem þessum nema um beinar skekkjur sé að ræða, þar sem smekkur hljóti að ráða talsverðu um það, hvað tekið er í slíkt rit af gríðarlegum og nánast ótæmandi efnisforða. Það er samt mikil kúnst að draga saman aðalatriðin þannig að gagn sé að og vel fari. Beinar skekkjur virðast ekki vera vandamál í bókinni. Hins vegar þarf knappur texti sums staðar skýringa og fyllingar við í öðrum gögnum svo sem Rómarsáttmála þannig að fullt gagn verði að lestrinum. Að því er efnisval og efnismeðferð áhrærir finnst mér, að lögfræðileg atriði hafi helst orðið útundan, þótt haft sé í huga að um almennt yfirlitsrit er að ræða. Er þá átt við réttarheimildir EB og svonefndan EB-rétt, samspil þess réttar og landsréttar einstakra aðildarríkja. Réttarheimildir EB eru nánast afgreiddar á rúmri blaðsíðu og finnst mér frásögnin frekar óskýr. Hefði að a.nt.k. mátt nefna dæmi til skýringarauka. Þá hefði höfundur rnátt gefa hinu "yfirþjóðlega“ eðli banda- lagsins meira pláss, sem hann hefur raunar ritað sérstaklega urn á öðrum stað, samanber að framan. Nokkru meira púðri hefði hann og mátt eyða á samskipti Islands og EB og fara nánar í framkvæmd fríverslunarsamningsins frá 1972. Um þetta fjallar hann aðeins á rúmurn tveimur blaðsíðum 183-185). Um samstarf EFTA og EB er fjallað í nokkuð löngum kafla (bls.158-182), sem mest er um yfirstandandi viðræður EFTA-ríkjanna og EB um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði. I núverandi ægihraða breytinga í málefnum álfunnar veit enginn hvernig þessum málum reiðir af. Jafnvel gæti ekkert orðið af þessu samstarfi og stæði þá kaflinn sem nátttröll, sem dagað hefur uppi. Það er því spurning, hvort ekki hefði verið rétt að fjalla í styttra máli um þetta. Þá er þessi kafli mikið byggður á efni úr þingskjölum, þ.e. skýrslum utanríkisráðherra til Alþingis, sem höfundur vísar til og tekur talsvert upp úr óbreytt. Hefði þurft að vinna betur úr þessu efni. Þrátt fyrir það, að bókin beri þess nokkur merki að vera dálítið hraðsoðin, hefur höfundur verið fundvís á aðalatriði. Gefur bókin því ágætt yfirlit yfir megindrætti Evrópubandalagsins og er hentug þeim, sem vilja afla sér skjótfeng- innar vitneskju um það. Brýn þörf hefur verið á slíku riti og almennt á aðgengilegum upplýsingum um EB. Er framtak höfundar því hið gagnlegasta. 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.