Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 75

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Page 75
Á VÍÐ OG DREIF FRÁGANGUR HANDRITA Eftirfarandi ábendingar eru settar fram fyrst og fremst til þess að auðvelda höfundum handritsgerð, til að tryggja nauðsynlegt samræmi, til að auðvelda prófarkalestur og setningu og til að halda prentkostnaði í skefjum. Þetta eru ekki ófrávíkjanlegar reglur en æskilegt er að höfnndar víki ekki frá þeim til muna nema ærin ástæða sé til. Handrit Handrit skal afhenda á tölvudisklingi, helst í IBM kerfi eða í kerfi samhæfðu því. Aðrir disklingar koma til greina ef hægt er að flytja efni af þeim á IBM diskling. Hafi höfundur ekki tök á að skila handriti á disklingi þarf það að vera vélritað á pappír af stærðinni A4, öðru megin á hvert blað. Tilvitnanir Stuttar tilvitnanir mega vera innan gæsalappa, lengri tilvitnanir inndregnar um fimm slög í handriti. Breytt letur Það sem á að vera með skáletri skal vera undirstrikað. Þá mun það verða með breyttu letri í prentaða textanum. Það sem á að vera með feitu letri skal vera feitletrað í handritinu. Forðast skal feitletrun í meginmáli eftir föngum. Heiti ritgerða í texta skulu vera innan gæsalappa. Neðanmálsgreinar Tilvísanir til heimilda og annað neðanmálslesefni skal haft með samfelldri tölumerkingu. í prentaða textanum verða tilvísanir neðanmáls með smærra letri. í lengri greinum sem eru kaflaskiptar má vera sjálfstæð tölumerking innan hvers aðalkafla. Tilvísanatölur verða ofan við línu í prentaða textanum án sviga í næsta stafabili aftan við greinarmerki. Frágangi handrita ber að haga á sama 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.