Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 76

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1990, Side 76
veg. Tilvísanir skulu vera stuttar en skiljanlegar þorra lesenda. Dæmi: 1. Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun fslands (1978) 91. 2. Jónsbók 112-113. Heimildaskrár Fullir titlar og undirtitlar skulu vera í heimildaskrá aftanmáls. íslenskum höfundum skal raðað í stafrófsröð eftir fornöfnum, en erlendum eftir ættarnöfn- um. Tilgreina skal fullt nafn höfundar og rits eða greinar (innan gæsalappa), en jafnan er óþarft að geta útgefanda. Dæmi um tilgreiningu í heimildaskrá: Bjarni Benediktsson: „Þingrof á íslandi“. Afmælisrit helgað Einari Arnórssyni sextugum (Reykjavík 1940) 9-32. Diplomatarium Islandicum - íslenskt fornbréfasafn, II., XI. og XIII. bindi. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1893-1939. Gomard, Bernhard: Civilprocessen. Kbh. 1977. Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands 2. útgáfa. Gunnar G. Schram annað- ist útgáfuna. Reykjavík 1978. Þjskjs.: íslenska stjórnardeildin í Kaupmannahöfn. Isl. journal 5. Ath.: Útgáfustaður getur verið annar en prentstaður en prentstaðar er óþarft að geta. Þótt útgáfuár sé greint með rómverskri tölu á titilblaði er rétt að færa það með arabísku letri í heimildaskrá. Æskilegt er að höfundar fylgi reglum auglýsinga nr. 132 og 133/1974 um stafsetningu og greinamerki, en meira máli skiptir að gætt sé fulls samræmis í þessum efnum, t.d. ef upphaf innskotssetningar er markað með kommu eða þankastriki séu lok hennar táknuð með sama hætti. Tilvísunarmerki Venja er að auðkenna óinndregnar tilvitnanir með gæsalöppum en mönnum láist oft að gæta samræmis um setningu punkts með tilvitnunarmerki. Reglurnar kveða á um að spurningar- og upphrópunarmerki komi á undan seinni gæsa- löppum og eins punktur nema þar sem teknir eru upp setningarhlutar (oft án umsagnar). Tilvitnun innan tilvitnunar má afmarka með einföldum tilvitnunarmerkj um til að forðast tvöfaldar gæsalappir: Dæmi: Bjarni sagði: „Eg man ekki betur en Jón segði: ’Eg kem á morgun.’ “ Talað var um „farsæla lausn“ 10. I bókinni segir: „Allt er fertugum fært.“(Bls. 10.) í bókinni er talað um „farsæla lausn“ (bls. 10). (Helgi Þorláksson. Saga 84 363). 70 -

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.