Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 97

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Síða 97
til þess að tjónþolar urðu stórum betur settir en þegar sakarreglunni var beitt með venjulegum hætti.33 Með dómafordæmum ruddi hlutlæg ábyrgðarregla sér smám saman til rúms.34 Hér má nefna þessi dæmi: Hæstaréttardómar 1933-34, bls. 457. E vann við að afferma vörubifreið G. Fyrir aftan bifreiðina var vörustafli og stóð E ásamt samverkamönnum sínum milli hans og bifreiðarinnar. G setti bifreiðina í gang með sveif og við það kipptist hún afturábak og rakst á E sem lézt við höggið. I dómi Hæstaréttar sagði að G hefði ekki sannað að slysið hefði hlotið að vilja til þótt hann hefði sýnt þá aðgæzlu og varkárni er honum sem ökumanni hefði verið skylt að gæta. Var hann því dæmdur til að greiða ekkju E skaðabætur. Þótt sakarlíkindaregla bifreiðalaga sé lögð til grundvallar þessari niðurstöðu virðist G í reynd talinn bera hlutlæga ábyrgð. Hæstaréttardómar 1955, bls. 561. B ók bifreið sinni upp Bankastræti í Reykjavík. S hljóp skyndilega frá syðri gang- stétt í veg fyrir bifreiðina utan afmarkaðrar gangbrautar og á milli bifreiða sem þar stóðu kyrrar. Varð hann fyrir bifreiðinni, féll í götuna og meiddist mikið. I bótamáli sem S höfðaði gegn B var niðurstaða Hæstaréttar sú að B hefði gefizt mjög naumur tími til viðbragða, en þegar litið væri til hemlafara sem virtust 3 til 3,5 m á lengd eftir framhjól, far eftir vinstra afturhjól rúmir tveir metrar, en ekkert eftir hægra afturhjól, þótti ekki í ljós leitt að B hefði ekki getað afstýrt slysinu að einhverju leyti ef hann hefði sýnt fulla aðgæzlu, sbr. 1. mgr. 34. gr. laga nr. 23/1941. Sam- kvæmt þessu varð niðurstaðan sú að B var dæmdur til að bæta S 1/5 hluta tjóns hans. Hér virðist liggja nærri að B sé talinn bera hlutlæga bótaábyrgð. Hæstaréttardómar 1958, bls. 112. Steinn kastaðist frá afturhjóli vörubifreiðar í stóra rúðu og braut hana. T, eigandi bifreiðarinnar og stjómandi, var að flytja á brott uppgröft við húsið á vegum eiganda þess. I héraðsdómi var sú sýknukrafa T ekki tekin til greina að tjónið hefði orðið þótt T hefði sýnt fyllstu aðgæzlu við aksturinn. Þar sem meiri eða minni möl hafi verið kringum bifreiðina og gatan malbikuð hefði mátt búast við að steinar kynnu að hrökkva undan hjólum, einkum þegar hjólið sem hefði verið uppi á gangstéttinni 33 Theodór B. Líndal: Nokkrar athugasemdir við 34. gr, bifreiðalaga nr. 23, 16. júní 1941. Úlfljótur, tímarit laganema 1, 3. tbl. (1947), bls. 5. 34 Alþingistíðindi 1956 A, þskj. 258, bls. 488. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.