Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 58
sjáanleika að heimila frávik frá leiðbeiningarreglunum og dragi verulega úr vægi þeirra.108 í hollenskum hæstaréttardómi, SociétéNouvelle des Papéteries de l'Aa gegn Machinefabriek BOA (Hoge Raad 25.9.1992), reyndi á skýringu á 5. mgr. 4. gr. Málavextir voru þeir að árið 1986 gerði franskur kaupandi samning við franskan umboðsmann hollensks seljanda um kaup á pappírspressu. Samningaviðræður fóru fram í Frakklandi, bæði var tilboðið sett fram þar í landi og samningurinn ritaður á frönsku. Kaupandinn pantaði vélina frá umboðsmanni seljandans. Hinn hollenski seljandi staðfesti pöntunina á frönsku, átti í frekari viðræðum við kaupandann um tæknileg atriði, sendi vélina til Frakklands og setti hana saman þar í landi. Kaup- andinn greiddi ekki kaupverð vélarinnar sem ákveðið var í frönskum frönkum. Selj- andinn höfðaði mál gegn kaupandanum en kaupandinn vefengdi lögsögu hollenskra dómstóla. Hinn hollenski dómstóll beindi sjónum sínum að 1. tölul. 5. gr. Brussel- samningsins sem kveður svo á að hafi aðilar gert með sér samning megi ávallt sækja mann til efnda á þeim samningi fyrir dómstóli á þeim stað þar sem efna skyldi samn- inginn (forum solutionis).109 Við úrlausn þess hvar efna ætti greiðsluskyldu sam- kvæmt samningnum varð dómstóllinn að ákvarða á grundvelli eigin lagaskilareglna hvers lands lög giltu um samninginn.110 Þar sem engin lög höfðu verið valin beitti dómstóllinn 4. gr. Rómarsamningsins. Samkvæmt leiðbeiningarreglu 2. mgr. 4. gr. ættu hollensk lög við um samningssambandið enda væri aðalskylda seljanda að afhenda vélina. Þar sem starfstöð seljanda var í Hollandi giltu hollensk lög um samninginn samkvæmt leiðbeiningarreglu 2. mgr. 4. gr. Samkvæmt hollenskum rétti er efndastaður peningaskuldbindinga hjá kröfuhafa.111 Þar af leiðandi hafði hinn hollenski dómstóll lögsögu í málinu þar sem efna skyldi samninginn þar í landi, sbr. 1. tölul. 5. gr. Brusselsamningsins. Hinn franski kaupandi hélt því fram að samningurinn í heild hefði ríkari tengsl við franskan rétt en hollenskan. Hefðu franskir dómstólar einir lögsögu í málinu sam- 108 Sjá t.d. Peter Kaye: The New Private Intemational Law of Contract of the European Community. London 1993, bls. 186 o.áfr. Hann tekur fram að heimildin sé „get-out-clause“ og „presumption-rebuttal claim under art. 4(5)“. T.H.D. Struycken: „Some Dutch Judicial Reflec- tions of the Rome Convention, Art. 4(5)“. Lloyd's Maritime and Commercial Law Quarterly, 1996, bls. 18 o.áfr. bendir hins vegar á það að á meginlandi Evrópu sé jafnan vitnað til reglunnar sem undantekningarreglu. Þetta gefi til kynna að varlega beri að fara í beitingu reglunnar. 109 Samningurinn hafði að geyma vamarþingsákvæði í stöðluðum skilmálum seljanda en þar sem kaupandi hafði ekki staðfest ákvæðið var ekki um gildan vamarþingssamning að ræða í skilningi 17. gr. Brusselsamningsins. Sjá nánar um þetta skilyrði hvað varðar sambærilegt ákvæði Lúganó- samningsins Eyvindur G. Gunnarsson: „Vamarþingsreglur Lúganósamningsins", bls. 361-362. 110 Sjámál 12/76 Tessili gegn Dunlop [1976] ECR 1473. Þartók dómstóll EB fram að ekki væri hægt að setja fram sameiginlega skilgreiningu á því hver væri efndastaður samnings enda væri munur á því hvemig efndastaður samninga er ákveðinn samkvæmt rétti einstakra samningsríkja. Akveða yrði þann stað þar sem skuldbindinguna skyldi efna á grundvelli þeirra laga sem beita skyldi um hina umdeildu skuldbindingu samkvæmt lagaskilareglum dómstólsríkisins. Sjá einnig Eyvindur G. Gunnarsson: „Vamarþingsreglur Lúganósamningsins", bls. 336. 111 Sama regla gildir einnig hér á landi og í Danmörku, sjá Þorgeir Orlygsson: Kaflar úr kröfurétti I. Reykjavík 1998, bls. 71 og Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. Del Kaupmannahöfn 1998, bls. 116. 166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.