Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 93

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2003, Side 93
unnt sé að leggja niður kerfið og gefa veiðar frjálsar, að unnt sé að taka upp nýtt kerfi svo fremi sem þeir sem nú stunda útgerð njóti jafnræðis við aðra, að unnt sé að kveða á um gjaldtöku fyrir aflaheimildir og loks að unnt sé að gera ýmsar lagfæringar og tilfærslur innan núverandi kerfis. Við allar þessar breytingar verði þó að gæta að atvinnuréttindum þeirra sem fyrir eru í greininni þannig að þeir njóti jafnræðis við aðra. Framangreind afstaða er ráðandi meðal fræðimanna og hefur lítið farið fyrir andstæðum skoðunum ef frá er talin afstaða Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem hann setti fram árið 1995 en þar telur hann að veiðiheimildir njóti verndar eign- arréttarákvæðis stjómarskrárinnar enda uppfylli þær öll skilyrði til að teljast eign í merkingu ákvæðisins. Telur hann að fyrirvari 3. málsl. 1. gr. laga um stjóm fiskveiða, um að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildunum, hafi þá einu þýðingu að löggjafinn geti ákveðið að fella kerfið niður og gefa veiðar frjálsar. Allar aðrar breytingar á kerfinu sem feli í sér að veiðiheimildir séu færðar frá þeim sem nú hafa þær til annarra væru bótaskyldar.4 3. GAGNRÝNI Á AFSTÖÐU FRÆÐIMANNA Grundvallareinkenni eignarréttinda er það að eigandi eignar hefur rétt til að framselja hana, m.a. gegn gjaldi. Færa má fyrir því rök að þegar veiðiheimildir urðu að fullu framseljanlegar við setningu laga nr. 38/1990 hafi eðli réttindanna breyst úr einföldum atvinnurétti í framseljanlegan afnotarétt sem nýtur víðtæk- ari vemdar stjómarskrárinnar.5 Ég dreg þessa ályktun af því að atvinnuréttindi eins og þau hafa verið skilgreind eru almennt ekki framseljanleg réttindi heldur bundin við persónu tiltekinna einstaklinga.6 Sé mönnum veitt heimild til að framselja atvinnuréttindi sín gegn gjaldi breytist eðli réttindanna úr því að vera réttindi tengd lífsafkomu og aflahæfi tiltekinnar persónu yfir í fénýtanleg eign- arréttindi sem eru óháð aflahæfi eigandans. Að mínum dómi hafa fræðimenn að einhverju leyti litið fram hjá þessari eðlisbreytingu sem varð í kjölfar þess að löggjafinn heimilaði varanlegt framsal. Þó gildir einu hvort menn kjósa að tala um framseljanleg atvinnuréttindi eða framseljanlegan afnotarétt, skoða verður réttindin efnislega þegar metið er hvort og að hvaða marki þau njóti stjóm- skipulegrar vemdar. Um það er ekki deilt að handhafar veiðiheimilda hafa allar þær heimildir til nýtingar og ráðstöfunar sem taldar em skilyrði þess að um eignarréttindi sé að ræða. Ef ekki kæmi til fyrirvari 3. málsl. 1. gr. laga um stjóm fiskveiða um að 4 Jón Steinar Gunnlaugsson: „Geta aílaheiraildir talist eign í skilningi 67. gr. stjómarskrár? Hva5a þýðingu hefur 3. ml. 1. gr. laga nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða í þessu sambandi?“ Úlfljótur. 2. tbl. 1995. 5 Framsalsheimildir eldri laga voru mjög takmarkaðar og háðar skilyrðum auk þess sem löggjöfin var tímabundin sem gerði það að verkum að framsal var ávallt háð óvissu til lengri tíma litið. 6 Sjá Gaukur Jörundsson: „Stjómskipuleg vemd aflahæfis, atvinnuréttinda og atvinnufrclsis". Úlfljótur. 1968, bls. 161. 201
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.