Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 66

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1913, Side 66
62 hefði tekið upp skurðaraðferðir. Það niun því mega fullyrða, að Guðmundur Magnússon (læknir á íslandi 1892) hafi fyrstur tekið upp lífhimnuskurð lil sulla hjer á landi (1893)1), og síðan hafa skurðlækningar rutt sjer æ meira til rúms; brenslu- aðferðin datt úr sögunni nálega þegar í stað, en ástungur hafa reynst seigari. Hann viðhafði i fyrstu Volkmanns aðferð, og slíkt hið sama gerðu aðrir læknar framan af: Guðmundur Hannesson (læknir á íslandi 1894), sem notaði þessa aðferð þegar á fyrsta ári, Sigurður Magnússon (Patreksfirði, læknir 1893), sem gerði þess konar skurð í fyrsta sinn 1895, og Guð- muudur Björnsson (læknir á íslandi 1894), sem tók upp aðferð þessa 1896. Síðan hver af öðrum, svo að meira en helmingur þeirra lækna, sem nú eru á lífi, hefur haft urn hönd einhverja skurðaraðferð. Smámsaman hafa allar þær aðferðir verið reyndar, sem að framan var gelið, og þeir læknar, sem eiga kost á spitala, nota nú á dögum skurðaraðferðir í einni at- rennu, ýmist með punggerð eða án hennar. Jeg lief farið yfir skýrslur íslenskra lækna til ársloka 1911. Eftir þeim er hjer skrá yíir, hverir þeirra liafa viðhaft skurðlækning við sulluin í innýflum, og hve oft. Slcýrslurnar fram að 1905 eru í Landsskjalasafninu, eftir þann tíma í skjalasafni landlæknis, og hefur liann góðfúslega lánað mjer þær til afnota. 1) Bornemann, danskur skipslæknir, reyndi 1891 að skera til sulls eftir Volkmanns aðferð tvisvar hjer á landi, en í hvorugt skiftið varð verkinu lokið; annað skiftið gerði liann ekki nema fyrri atrenn- una, hitt skiftið gerði hann lífhimnuskurð inn að sulli, stakk á honum, en opnaði ekki með skurði, og lokaði siðan (Hospitalstidende 1891).

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.