Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 3
Inngangsorð
Sú var tíðin, að menn trúðu þvi, að þeir gætu ráðið allar
gátur tilverunnar, annaðhvort á trúarlega visu eða með skjm-
semi sinni einni saman. Og fjöldi manna er enn þessarar
skoðunar.
Fiest trúarbrögð hafa þannig reynt að gera sér einhverja
grein fyrir uppruna tilverunnar, skipulagi hennar og mark-
miði. Var þá það, sem hin trúarlega imyndun blés mönnum
í brjóst, venjulegast nefnt guðleg opinberun. En svo hefir
farið um fleslar af tilgátum trúarbragðanna, að þær hafa
ekki, þegar til átti að taka, reynzt góð vísindi.
Þá tóku menn að reyna að ráða gátur tilverunnar af
skvnsemi sinni og hyggjuviti einu saman. En það tókst
venjulegast litið skár, þólt þær skýringar væru eklci jafn-
fjarri veruleikanum og þær trúarlegu. Heimspekisaga Grikkja
ber þess Ijósastan vott, hve margar tilgátur menn gátu gert
sér um uppruna og eðli hlutanna; en hún ber því lika jafn-
ljóst vitni, hve mjög mönnum gat skeikað i þeim efnum,
þvi að flestar af tilgátum þessum eru nú úreltar og að engu
hafandi.
Tilveran fer sem sé hvorki eftir trúarlegum né heldur
heimspekilegum kennisetningum, heldur eftir sínum eigin
lögum, sem menn með nákvæmum athugunum og rann-
sóknum á eðli hlutanna og rás viðburðanna sjálfra hafa
reynt að komast að í visindunum.
En niðurstöður þær, sem vísindin hafa verið að smákom-
ast að, hafa ekki heldur reynzt með öllu óyggjandi. Hefir
því alltaf verið að smábreyta þeim og bæta þær, og með
þessu hefir mannsandinn smátt og smátl verið að þokast
nær þvi, sem telja má satt og rétt, eða að minnsta kosti
sannara og réttara en það, er menn áður hafa haldið.
Það eru nú ekki nema liðugar þrjár aldir síðan að menn