Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 17
17
hringum, lika hringum þeim, er menn nú sæju umhverfis
Satúrnus; svo vefðust hringar þessir saman í smærri hnetti,
3rrðn að reikistjörnum, og þessu héldi áfram þangað til, að
meira efni yrði ekki sáldað út frá miðbiki móðurhnattarins.
Á líkan hátt mynduðust svo tunglin umhverfis reikistjörn-
urnar.
Að þessi tilgáta Kants og Laplace um uppruna sólkerfanna
hafi þótt sönnu næsf, má ráða af því, að hún rikti i heila
öld án þess nokkrum dytli í hug að véfengja hana. En nú
hafa ýmsir annmarkar, er greint verður nánar frá síðar,
komið i ljós á henni. Sólin ber þess engin merki, að hún
hafi orðið eins og tvíkúpt baun í laginu, og snúningshraði
hennar hefir aldrei orðið svo mikill, að hún ein síns liðs
gæti getið af sér reikistjörnur. Til þessa þurfti aðdráttaráhrif
aðvífandi hnattar, er sogaði efnið út úr sólinni. Aftur á móli
virðist tilgála Laplace eiga miklu betur við hinar miklu
þyrilþokur, er síðan hafa fundizt víðsvegar um geiminn og
nánar verður lýst siðar.
Engum datt hinsvegar i hug, allt fram til aldamóta 1900,
að efast um, að þyngdarlögmál Newtons væri í alla staði
rétt og nákvæmt, eins og það hafði verið þaulreynt og haft
inargar furðulegar uppgötvanir í för með sér. Enn siður gat
nokkrum dottið i hug að efast um tilveru aðdráttaraflsins.
En nú er hvorttveggja þetta komið á daginn. Menn fóru að
taka eftir ýmsum smáatriðum, sem ekki urðu skýrð með
þyngdarlögmáli Newtons né á annan hátt; aðdrátturinn
þurfti ekki heldur að vera sérstakt afl, heldur aðeins ein
tegund hraðauka, og ekki einu sinni tími og rúm áltu að
vera svo, sem menn höfðu áður haldið, heldur áttu þau að
niynda eitt fervítt samfelldi, hið svonefnda tímarúm.
7. A1 txíi't Einstein og tímarúmiö. Nokkuru
eftir 1900 kemur nýr maður, Albert Einslein (f. 1879) til
sögunnar. Hann heldur því fram, að ekkert algert rúm né
alger tími sé til, heldur aðeins svonefnt tímarúm, sem allir
hlutir og atburðir verði til i, og þar sem allt sé hvað öðru
háð og afstætt. Reikistjörnurnar renni ekki i lokuðum spor-
baugum umhverfis sólina, eins og Kepler hafi haldið fram,
heldur i opnum skrúfusveigum, því að sjálf þjóti sólin áfram
um himingeiminn ásamt öllum reikistjörnum sínum. Allt sé
á ferð og flugi og engir fastir punktar til, sem allt annað
verði miðað við. Vér lifum ekki heldur i þríviðu rúmi, sem
berist áfram á straumi tímans, heldur mjrndi tíminn fjórðu
3