Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 148

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 148
148 og menn hafa áður ætlað. Og einkennilegt tímanna tákn er það, að vísindi 20. aldarinnar skyldu þegar frá byrjun hennar finna sig til þess knúin, að fara að tala um »sjálfkrafa upp- lausn« efnanna, »sjálfkrafa geislan« o. s. frv. Auðvitað ætti ekkert »sjálfkrafa« að vera til í svo fullkomlega vélrænni heild, eins og vísindin áður héldu, að nátlúran væri. En það er nú eins og þessi »alheimsvél«, sem menn áður trúðu á, sé farin að ganga eitthvað af göflunum. Að minnsta kosti vilja hin nýrri vísindi ekki segja neitt ákveðið fyrir um gang hennar, og alstaðar koma nú fyrir þessi smástökk hjá smæstu eindum hennar, sem ómögulegt er að segja eða sjá fyrir. f*að er þessi »Plancks konstant« li, sem alstaðar stingur upp höfðinu. Hann er jafnan samur við sig, hvar sem hann birtist, hvort heldur er hér á jörðu eða á hinni fjarlægustu sólstjörnu; en hann kenrur alstaðar eins og fjárinn úr sauð- arleggnum og veldur því, að allt er eins og á hvörfum og ekkert alveg fastákveðið, heldur er eins og því geti brugðið til beggja skauta. f*etta og aðrar slíkar hugleiðingar, er vér kannske síðar vikjum að, er það, sem hefir komið mörgum eðlisfræðingum nútímans til þess að ætla, að ekkert fastákveðið sé í þeim atburðum náttúrunnar, þar sem efniseindum og rafeindum einum sé til að dreifa; en að orsakanauðsyn þá, sem frekar virðist koma i ljós við hin flóknari fyrirbrigði og við hávað- ann af öllurn atvikum, beri fremur að lita á sem einskonar heildarútkomu, sem einskonar meðaltal af mörgum tilfellum, sem ýmist séu of eða van, heldur en nauðsyn, er riki í hverju einslöku falli. Svo að mönnum verði þetta skiljanlegt, skal loks tekið augljóst dæmi. Ef vér köstum tvíeyring í loft upp, er ekkert það i okkar þekkingu, er geti sagt oss, hvort heldur muni koma upp á honum »höfuð eða sporður«, er hann loks liggur flatur á gólfinu. Og svo er um hvern einstakan tví- eyring. En ef vér lleygjum 1 millión tonna af tvieyringum i loft upp, getum vér verið vissir um, að 500.000 tonn tvíeyr- inga snúi upp »höfðinu«, en 500.000 »sporðinum«. Það mætti endurtaka þá tilraun i sífellu og hún myndi jafnan s57na sömu niðurstöðu. Nú gætum vér lagt þetta út sem sönnun fyrir eðlisnauðsyn náttúrunnar; en í raun réttri er þetta út- koman af íjölda tilfella, er skiftast í tvo jafna parta, af því að báðir standa jafnt að vigi. Nú er fjöldi tvieyringa í millión tonnum ekkert á móti þeirn aragrúa efniseinda, sem er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.