Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 122
122
árnir, sem áður þöndust út, að leggjast í dældir og fellíngar,
einkum með ströndum fram, hafdýpi myndasl og höfm flóa
aftur af löndunum. Þensluaflið, sem áður var, snýst nú upp
i þrýstiöfl, sem þrýsta mjög að löndunum. En af því að
basalt-undirstaðan er farin að storkna, smáhækka löndin og
rísa aftur úr sæ, eftir því sem viðspyrnan vex neðan frá,
þangað til jafnvægisstöðunni milli jarðskorpunnar og hins
storknaða basalts undir niðri er aftur að fullu náð. Og ein-
mitt fyrir storknun basaltlagsins undir niðri hætta nú fjöll
og lönd að taka þátt i flóðbylgjuhreyfingunni vestur á bóg-
inn, en standa föslum fótum úr því í storknaðri eðjunni.
Þó kemur nú nokkuð merkilegt fyrir, sem menn máske
einna sízt hefðu vænzt, að öllu þessu afstöðnu, og það er
það, að nú byrja hinar eiginlegu jarðbyltingar fyrir það, að
fjöll fara að myndast, oftast nær á djúpu innsævi, ekki langt
frá ströndum meginlandanna, þar sem þau vita út að mikl-
um höfum, einmitt fyrir þau þrýstiöfl, er koma frá hafs-
botnunum, þá er þeir leggjast i dældir og fellingar.1)
13. Fjallnayndanir jaröbyltinganna. t*að
eru aðallega ameriskir jarðfræðingar, sem hafa gefið eftirköst-
um þeirra hægfara breytinga, sem nú hefir verið lýst, heitið
»jarðbyltingar«, og merkilegasti þáttur þessara jarðbyltinga
eru einmitt fjallmyndanirnar. Þeim skal nú lýst að nokkru.
P*að er tvennt, sem er eftirtektarvert við flestar fjallmynd-
anir á jörðunni; annað er það, að þau rísa oft með strönd-
um fram, þannig að hæstu fjöll og fjallgarðar vita oft, eins
og jarðfræðingurinn Dana sagði endur fyrir löngu, út að
viðáttumestu höfunum; hitt er það, að flest þeirra eru hlaðin
að einhverju leyti upp úr sandsteinslögum, þótt kjarni þeirra
kunni að vera úr graníti, og bendir það óneitanlega á, að
þau séu risin úr sæ eða vötnum.
Um þetta fer Joly svofelldum orðum: »I3egar útgufun hit-
ans, sem um mjög langan aldur hefir safnazt fyrir í undir-
lagi jarðskorpunnar, fer að eiga sér stað upp um höfin, er
eins og öllu sé snúið við. Yfirborð jarðarinnar skreppur
saman og þensluöfl jarðskorpunnar snúast smámsaman upp
í þrýstiöfl. Ytri jarðskorpan er nú of stór fyrir hið minnk-
andi yfirborð jarðar og hafsbotnarnir fara að spyrna við
strandlengjunum með afli, sem vex með vaxandi þ}rkkt þeirra
og eftir þvi, sem undirlagið storknar meir og meir«.
1) The Surface-History, bls. 99—102.