Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 91
91
stjörnunum og miðli oss bæði yl og Ijósi. Og eins hljóti
eðlisfræði vor að álitast einskonar »yfirborðs-eðlisfræðiff, á
meðan hún geti ekki gert fulla grein fyrir, hvernig efnið,
með því að ónýtast til fulls, geti snúizt upp í eintóma geisla-
orku. Lögmálin um viðhald efnisins og viðhald orkunnar
voru höfuðlögmálin i eðlisfræði 19. aldar. En nú hefir það
sýnt sig, að efnið er aðeins ein af tilverumyndum orkunnar,
að það getur eyðzt og ónýtzt, svo að 1 gramm af hvaða efni
sem er samsvarar 9 x 1020 erg; en orkuskammturinn: hr
= 0.0015 erg kemur jafnan í ljós, þegar rafeind og frum
ónýta hvort annað. Á þessari litlu, og að því er virðist óveru-
legu, staðreynd hvílir allt hið feiknalega geislamagn sóln-
anna, er haldizt getur um billiónir ára.
En að hvaða gagni koma nú þessir óþrotlegu kyndlar,
sólirnar, er lýsa þannig víðsvegar um himingeiminn? Eru
þær með geislaorku þeirri, er þær þeyta frá sér, að undir-
búa nýja sköpun efnisins eða er hér að ræða um hreint
efnistap? Langflestar þeirra þreyta göngu sina einar sins liðs
og þeyta geislamagni sínu út í tóman geiminn. Þriðjungur
þeirra, eða rúmlega það, hafa gerzt tvísólir og þrísólir o. s. frv.
En langfæstar eða hér um bil ein af hverjum hundrað þús-
undum eða jafnvel milliónum sólna, hefir getið af sér sól-
kerfi í líkingu við vort. Ef að líkindum lætur, kemur þetta
fyrir aðeins einu sinni á hverjum 5000 milliónum ára. Og
sé nú vort eigið sólkerfi um 2000 milliónir ára, þá er það
sennilega yngsta sólkerfið í vorri Vetrarbraut.1).
En þótt sólkerfi myndist, liða langir tímar, áður en nokk-
urt lif geti þrifizt þar, þvi að lengi eru jarðstjörnurnar ýmist
úr eimkenndu eða bráðnu efni. En er jarðskorpa myndast,
er allt undir þvi kbmið, hvort jarðstjarnan er mátulega fjarri
sólu og hefir þau lífsskilyrði til að bera, að lif geti þrifizt
þar. Að jafnaði mun aðeins 1 af hverjum 10 jarðstjörnum
bygg’leg- En þetta sýnir, að líkamlegt líf muni eiga mjög
fáa griðastaði í himingeimnum. Fað lyftir þó aftur jörð vorri
úr þeirri niðurlægingu, sem hún hefir verið í nú um 3 alda
skeið og henni var hrundið í með Kopernikusar-kenning-
unni. Eins og sjá má af næsta kafla, er hún ein þeirra fáu
jarðstjarna, er getur alið líf i skauti sínu.
1) Astronomy and Cosmogony, bls. 410.