Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 134
134
skýringu. Er sýnilegt, að hann hallast frekar að þeirri sið-
ustu, sem er í samhljóðan við Einsteins-kenninguna, en
gerir þó ráð fyrir einskonar »skapara«, sem þó er ekki
annað en hugsæilegur höfundur tilverunnar. Litlu siðar
(á bls. 330) líkir hann öllum hinum sýnilega heimi við dul-
skeyti, er vér höfum engan lykil að og vitum hvorki, frá
hverjum, hvenær né heldur í hvaða tilgangi er sent. En í
nýjuslu bók sinni, The Mysterious Universe,1) lætur hann æ
meir og meir þá slcoðun í ljós, að alheimurinn muni vera
wdreginn upp« (designedj af einhverjum allsherjar reikni-
meistara, og sé það hugsun hans, sem komi í Ijós í öllum
dásemdum sköpunarverksins.
Menn séu nú meir og meir að hverfa frá þeirri skoðun,
að heimnrinn sé vél og heimsrásin vélræn; beri miklu
fremur að líkja heimsrásinni við áhrifamikla tónsmíð, þar
sem tónskáldið dyljist að baki tónsmið sinni, eða þó öllu
heldur við einskonar »ljósdrápu« og heiminum við Ijósheim,
þar sem Ijósið er á ferð og flugi, ýmist frjálst eða bundið
krystalsböndum efnisins. Verður þessu naumast KTst betur á
skáldlega visu en i þessu erindi úr »Norðurljósum«:
Frá sjöunda himni aö Ránar rönd
stiga röðlarnir danz fyrir opnum tjöldum,
en ijóshafsins öldur, með fjúkandi földum,
falla og ólga við skuggaströnd.
Pað er eins og leikið sé huldri hönd
hringspil með giitrandi sprotum og baugum.
Nú mænir allt dauðlegt á lífsins lönd
frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum,
og hrímkleltar stara við hljóðan mar
til himins með krystalsaugum. [E. Den].
Það hefir nefnilega á siðustu árum komið æ betur og betur
í Ijós, að ekki einungis efniseindirnar, heldur og rafeind-
irnar eru smásveipar, sem lykja inni ljós eða senda frá sér
ljós, verða ýmist að ljósiðum eða senda frá sér Ijósstafi
/photon), er samsvara orkuskömmtum þeim, er áður hefir
verið rætt um. Og þótt bæði efniseindir og rafeindir komi
stundum í ljós sem deplar, eins og þegar þær smjúga nál-
stungur eða kastast burt frá einhverjum fleti, koma þær óðar
i ljós sem stærri eða minni sveipar, sem auðvelt er að ljós-
mynda2). Því er það, að Jeans segir:
1) The Mysterious Universe, Cambr. 1930, bis. 144 o. s.
2) Sjá myndina á bls. 42 í The Mysterious Universe.