Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 137
137
eftir 100—200 billiónir ára, táknar það þá endalok alls eða
er þá von — »nýs himins o<? nýrrar jarðar?«
Um þetta segir Sir James Jeans í nýjustu bók sinni:
»Flestum finnst síðasta upplausn alheimsins eins ógeðfelld
hugsun eins og upplausn þeirra eigin persónuleika, og þrá
mannsins eftir ódauðleika sálarinnar endurspeglar sig í hinni
slórfenglegu, en þó á margan hátt villandi viðleitni manna
til að sanna, að alheimurinn sé ódauðlegur.
»Það er einkum prófessor Millikan fsá er mest hefir fengizt
við að rannsaka »geimgeislana« svonefndu, sjá II, 11], er
lítur svo á, að geimgeislanin eigi upptök sín i þvi, að þungar
efniseindir séu að hlaðast upp úr öðrum léltari, og hann
telur þelta vott þess, að »skaparinn sé enn að verki«. Tök-
um einfaldasta dæmið; heliumeind felur i sér nákvæmlega
sömu parta og fjórar vatnsefniseindir — nefnilega 4 negativar
og 4 positívar rafeindir — en vegur aðeins 3 97 vatnsefnis-
eindir. Ef hægt væii nú að hamra saman 4 vatnsefniseindum
i 1 helium-eind, þá myndi það, sem afgangs j<rði, 0 03 vatns-
efniseindar, taka á sig mynd geislunar, verða að Ijósstaf, er
samsvaraði 0.03 af þyngd vatnsefnisins, sem þá ætti að geisla
burt. En það er ekki víst, að þessi Ijósstafur liði burt i heilu
líki, því ef hverjar fjórar vatnsefniseindir eiga að mynda
eina helium-eind, virðist liklegt, að þetta fari fram í smá-
stökkum. og þá niyndi þetta leiða af sér nokkra smærri og
veikari Ijósstafi í stað eins stórs. En jafnvel þótt þessi
myndun leiddi af sér einn stóran ljósstaf, þá hefði hann þó
rninna smog-aíl [peneírating poweij en hinir raunverulegu
geimgeislar. Ef vér aflur á nióti hugsum oss, að 129 vatns-
efniseindir féllust i faðma til að mvnda eina eind af Xenon
og hugsuðum oss, að einn stór Ijósstafur stafaði út frá þess-
ari myndun, þá myndi sá geisli hafa álika mikið smog-afl
og hinir slerkuslu geimgeislar; en myndun léttari og óflókn-
ari frumefna en Xenon gæti framleilt hina geislana í
geislaninni, sem smjúga skemur. Þessi hugmynd Millikans
er algerlega rökrélt og sjállri sér samkvæm, en — segir
Jeans — öll likindi virðist mér að mæli í móti hennut.1)
Þó spgir sami höf, eins og vér höfum séð hér á undan
[i VI, 3], að ef vér viljum hafa náttúrufræðilega skýringu á
sköpun efnisins, verðum vér að hugsa oss geisla, er hafi
eitthvað minni bylgjulengd en geimgeislarnir [1.3 X 10-,3cm]
1) The Mysterious Universe, bis. 75 o. s.
18