Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 8
8
og »sál þeirra«, eins hann sjálfur komst að orði, enda lýsir
svipur sál. Helztu málverk hans eru Mona Lisa og Kvöld-
máltíðin, og sýnir hún, að hann var ekki með öllu frábitinn
því, sem heilagt var.
Þessi maður var langt á undan sínum tíma, því að það var
ekki fyrri en um og eftir 1600, að hin eiginlega visindaöld
rann upp. Hófst hún á þvi, að menn fóru að reyna að gjöra
sér nánari grein fyrir jörðunni og hnattlögun hennar og af-
stöðu hennar til annara himintungla, hinu fyrra með sigl-
ingum og landafundum, hinu síðara með stjarnfræðilegum
athugunum, og var það einkum þetta síðara, er gjörbreytli
allri heimsmynd manna og heimsskoðun.
3. Koperníkus og- Kepler. Síðan á dögum
Grikkja höfðu menn trúað þvi, að jörðin myndaði þunga-
miðju lieims, enda átti hún líka að vera falin sérstakri for-
sjá guðs. En það var þó kaþólskur dómherra, Koperníkus,
sem með bók sinni »£)e revoliiiionibus orbium cœlestiumu
hrinti henni úr þessu tignarsæti sinu (1543) og færði mjög
sterkar likur fyrir þvi, að hún væri reikistjarna, er snerist í
kringum sólina, líkt og hinar aðrar reikistjörnur, er þá voru
kunnar. Svo tók Iíepler, lærisveinn og eftirmaður Tycho
Brahes, við, og hann tók að athuga farbrautir reikistjarnanna
nánar. Hélt hann í fyrstu, að fyrri tíma sið, að göngu þeirra
væri stjórnað af stjörnuöndum, siðan að eitthvert »samhreimi
hnattanna« á Pyþagóringa vísu réði göngu þeirra, en er hann
kvnntist athugunum og mælingum Tycho Brahes á jarð-
stjörnunni Marz, tók hann loks að leita hinna »sönnu or-
saka«, er hann nefndi svo, og fann þá (1609 og 1618) lögmálin
þrjú, sem síðan hafa verið við hann kennd, um farbrautir
reikistjarnanna.
Keplers lögmálin þrjú hljóðuðu þannig:
1. Farbrautir reikistjarnanna eru sporbaugar og er sólin
jafnan i öðrum brennidepli sporbaugsins.
2. Fletir þeir, sem fargeislar reikistjarnanna fara yfir á jafn-
v löngum tima, eru jafn-stórir.
3. Umferðartimi reikistjarnanna í öðru veldi stendur í beinu
hlutfalli við meðalfjarlægðir þeirra frá sólu í þriðja veldi.
Á einum stað í ritum sínum drepur Kepler á, að það
muni vera aðdrátturinn milli sólar og reikistjarnanna, er
valdi þessum hreyfingum þeirra, og muni hann standa í
öfugu hlutfalli við fjarlægðina í öðru veldi, þannig að hann