Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 30
30
samsvarar nákvœmlega upphugsuðiim aflfleli, er œtli að geta
stafað af sjálfum hraðaukanum, svo að engin tilraun getur á
neinn hátl greint í milli tveggja slíkra aflflatae.
Við nanari umhugsun komst nú Einstein að þeirri niður-
stöðu, að allir svonefndir »aflfletir þyngdarinnar« hlytu að
vera hugarburður. Þetta, sem menn nefndu »aðdrátt«, stafaði
aðeins af hraðauka hlutanna. En þá }rrði þó að taka orðið
»hraðauki« í viðtækustu merkingu, láta það ekki einungis
tákna breytingu í hraða, heldur og allar örar stefnubreyt-
ingar, svo sem þær, er hlutir sveifluðust hver um annan
eða hreyfðust í einhverskonar boglínum. í raun réttri hreyf-
ast allir hlutir í slíkum boglínum, þótt oss virðist þeir fara
beint. Enginn hlutur fellur t. d. þráðbeint til jarðar, því
að meðan hann er að detta, flýgur hnötturinn áfram i tíma
og rúmi. Fallbraut hans hlýtur því að vera bogsveigja í fer-
víðu rúmi, þar sem tíminn myndar fjórðu viddina.
Sjálft tímarúmið er bogmyndað hvel, sem lykur um heim
allan og fer stærð þess eftir efnismagninu, sem i því er.
Hringgeisli tímarúms vors er um 84,000 milliónir Ijósára, og
Ijósgeisli, sem færi hringinn i kringum það, mundi verða
500.000 milliónir ára á leiðinni.
Af þessari bogsveigju tímarúmsins leiðir nú og það, að
reikistjörnurnar fara í baugum umhverfis sólir sínar, og sól-
irnar aftur í stærri sveigum um himingeiminn, en afstöðu
allra hluta og hnatta, sem hreyfast í slikum boglínum, má
ákveða eftir Icoordinatakerfi Gauss, sem er einhverskonar
boglínukerfi, og eru öll slík hoglinukerfi jafn-góð til þess að
sniða eftir þeim almenn nátlúrulögmál.
Einstein fann nú með útreikningi út frá þessu almenna
afstœðishugtaki, er hann nefndi svo, að sveigja boglinanna,
sem hlutirnir hreyfast í, fer eltir »massa« eða efnisfylld hluta
þeirra eða hnatta, sem áttu að mynda aðdráttarflötinn. Og
þegar hann út frá þessu sjónarmiði tók að reikna út færsl-
una á sólnándardepli Merkúrs, miðað við massa sólar og
hinna annara stjarna, er gátu haft áhrif á braut hans, nam
hún reikningslega 42,9 bogsekúndum á öld, en það kom þvi
nær alveg heim við athuganir manna (43" á öld).
Einkennilegt er það nú, að þessi bogsveigja skuli aðeins
koma i Ijós í námunda við þunga hluti — bendir það óneil-
anlega á einhverskonar »aðdrátt«, — því að i auðu og tómu
rúmi virðast allir hlutir stefna beint. Og aðdráttaráhrifin i
nánd við þunga og stóra hnelli eru svo næm, að jafnvel hið