Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 96
96
yfirborði hennar, jafnvel tugi þúsundir mílna út i geiminn;
þó falli mest allt þetta gosefni aftur niður yfir sólina. En
ef nú einhver stærðai'-hnöttur nálgaðist sólina svo, að hann
færi að hafa veruleg aðdráttaráhrif á hana, þá myndu gos-
strókar þessir ná rniklu lengra út í geiminn og ekki detta
aftur niður yfir sólina.
Nú gerir smáhnatta-kenningin ráð fyrii', að einhvern tíma
endur fyrir löngu hafi stjörnu borið að sólu, er hún var að
gjósa, og þá hafx myndazt tveir gosarmar, annar lengri, er
að stjörnunni vissi, en hinn styttri, er vissi frá henni, og
hafi sólin þannig myndað einskonar þyrilþoku, þar sem
gosin mynduðu armana, en hnyklarnir eða kekkirnir í örm-
unum stöfuðu frá megin-uppvarpinu í hverju gosi. Hnyklar
þessir eða kekkir hlupu saman í smáhnetti, og dregur kenn-
ingin nafn af þeim. En smáhnettir þeir, sem stöfuðu frá
einu og sama aðalgosi, runnu aftur saman í eina plánetu.
Auk aðalgosanna urðu mörg smærri gos, en í þeim mynd-
uðust tungl þau, er síðan hafa fylgt reikistjörnunum.1)
Margt er svo óákveðið við tilgátu þessa, að stærðfræðingar
segjast eiga mjög örðugt með að prófa sannleiksgildi hennar
með stærðfræðilegum útreikningi. Þó reyndi Sir James Jeans
þelta 1916; en niðurstaða hans varð sú, að við aðdráttar-
áhrif nálægrar sljörnu á sólina, myndi röð hinna raunveru-
legu atburða verða mjög frábrugðin atburðum þeirn, sem
smáhnatta-kenningin gerði ráð fyrir. Samt sem áður leiddi
rannsókn þessi það í ljós, að einföld aðdráttaráhrif annarar
stjörnu á sólina myndu nægja til þess að skýra uppruna
sólkerfisins, án þess að gera þyrfti ráð fyrir þessari smá-
hnatta myndun i aðalgosunum, með margbreytilegum smá-
gosum í milli, er skýra ættu uppruna tunglanna.
Þetta kom því Jeans til þess að koma fram með hina ein-
földu útsogskenningu sína, sem hann þó lýsti í tveim mynd-
um eftir því, hvort menn gerðu ráð fyrir, að sólin hefði öll
verið jafn-þétt eða -laus í sér, þegar reikistjörnurnar urðu
ti), eða hinu, að meginhluti efnisfylldar hennar hefði safnazt
fyrir í henni miðri og hún því verið lang-þéttust í sér
þar.2)
1) Year-Book Nr. 3 of the Carnegie-Institution: T. C. Cliamberlin:
Fundamental Problems of Geology; F. R. Moulton: An Introduction to
Astronomy, N. Y., 1906.
2) Jeans: Astronomy and Cosmogony, bls. 400.