Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 23
23
hinn í Paris, reyndu að stilla saman klukkur sínar, til þess
t. d. að ákveða nákvæmlega, á hvaða lengdarstigi hvor um
sig væri á hnettinum. Frá Potsdam mundi þá vera sent
þráðlaust loftskeyti nákvæmlega kl. 12 á miðnætti eftir
þeirra tíma, sem þar væru, og í París mundu menn aðgæta
tímann nákvæmlega um leið og þeir tækju við skeytinu; en
þeir myndu ekki færa sína klukku svo, að hún sýndi kl. 12
á miðnælti, er þeir tækju við skeytinu, heldur myndu þeir
gera ráð fyrir því broti úr sekúndu, er skeytið þyrfti lil þess
að berast til þeirra.
Vilji menn orða þelta á stærðfræðilega vísu, má tákna
tímann, þegar skeytið var sent af stað, með en tímann,
þegar tekið er á móti skeytinu í París, með t0 -f- -, þar sem
c
x táknar fjarlægðina á milli stöðvanna, en c hraða Ijóssins.
Síðara táknið lýsir hinni venjulegu aðferð stjörnufræðing-
anna, eins og þeir hafa ákveðið tímalengdir hingað til. En
nú er augljóst, að ef jörðin fer með ákveðnum hraða, v,
um þetta Ijósvakahaf, sem á að vera hnatta í milli, og eftir
línu þeirri, sem tengir þessa tvo staði, þá er hraði þessa ljós-
merkis ekki c, heldur c + u, og því ber að tákna viðtökutimann
á síðari stöðinni með t0 +
En þá verður ómögulegt
c +v'
að stilla klukkur á þessum tveim stöðum saman nákvæm-
lega, nema menn viti, hvað v gildir, og þá liggur i augum
uppi, að með hinni eldri aðferð hafa klukkur fjarlægra
staða ekki verið nákvæmlega samstilltar, heldur hefir gangi
þeirra munað um það, sem x
' — —y—I nemur, en það
c
c -f v
lætur mjög nærri að vera sama og
Samkvæmt afstæðis-tilgátunni er nú loku fyrir það skotið,
að menn nokkuru sinni geti ákveðið hinn absoluta hraða
jarðarinnar, v, nákvæmlega, en af því leiðir aftur, að ómögu-
legt er að samstilla tvær klukkur, sem eru hvor á sinum
stað, svo engu skeiki. Meira að segja, samkvæmt þessari
sömu tilgátu ganga náttúrufyrirbrigðin sinn vanagang, hvaða
gildi, sem v kann að hafa, svo að vér á engan hált getum
komizt að þessum skoiti á samstillingu, — en gætum vér
það, myndi þegar vera unnt að mæla tímamuninn nákvæm-
lega og þá um leið samstilla klukkurnar.
Enn er eitt, sem gerir það erfitt, ef ekki ómögulegt, að