Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 83
83
tilgátu, að skýra mætti geislamagn vorrar eigin sólar með
þvi, að loftsteinum rigndi í sífellu niður yfir hana. En ein-
faldir útreikningar sýna, að þótt loftsteinum, sem næmu
allri efnisfjdld jarðar, rigndi niður yfir sólina, myndi það
eldsneyti ekki duga henni nema rétta öld; en nú þykjast
menn vita, að sólin hafi skinið um billiónir ára. Til þess að
sólin skini um 30 milliónir ára, hefði loftsteinum þurft að
rigna svo ákaft niður yfir hana, að það hefði tvöfaldað efnis-
fylld hennar. En nú er sólin að minnka, en ekki að stækka,
og þvi verður að gefa þá skýringu upp á bátinn. Það geta
því ekki verið neinar utanaðkomandi orsakir, er viðhalda
geislamagni sólnanna; en hverskonar innri orsakir eru þá
hugsanlegar?
Árið 1853 kom Helmholtz fram með þá tilgátu, að geisla-
magn sólarinnar stafaði af samdrætti hennar sjálfrar. Eitt af
útlögum hennar eftir annað hryndi inn í hana, bráðnaði og
snerist upp í Ijós og hita, en við það framleiddist slíkl
geislamagn, er samsvaraði fallhæð og þyngd jafnmikils massa
af loftsteinum, er komið hefðu utanfrá, og þannig hyrfi eilt
lagið af öðru inn i sólina, þangað til hún gæti ekki skroppið
meira saman.
Það fór með þessa tilgátu Helmholtz eins og tilgátu May-
ers, að hún stóðst ekki útreikninga. Þegar Lord Ilelvin tók
að reikna það út 1862, komst hann að raun um, að sam-
dráttur sólar til núverandi stærðar hennar mundi ekki geta
miðlað meiri orku en svo, að hún hefði getað lýst með nú-
verandi geislamagni sínu um 50 milliónir ára; en jarðfræði-
rannsóknir sýndu, að jörðin, dóttir sólar, væri orðin til fyrir
minnst 500 milliónum, ef ekki þúsund milliónum ára.
Það varð því lika að gefa þessa skýringu á geislamagni
sólnanna upp á bátinn, og engin önnur sennileg skýring
fannst fyrri en menn tóku að rannsaka hin geislandi efni,
geislamagn þeirra og aldur.
Af þeim geislandi efnum, sem fundizt hafa í jarðskorp-
unni, má reikna út með þvi nær fullkominni vissu, að 1500
milliónir ára muni vera liðnar, síðan jarðskorpan fyrst varð
til, og þá er sennilega mun lengra síðan sólin, móðirjarðar,
varð til. Ef vér samt sem áður reiknum aldur sólar eftir þessu
lágmarki, á hún á þessum tima að hafa stafað frá sér 9 X 1016
erg (orkueiningum) fyrir hvert gramm af efnisfylld sinni.1)
1) Sbr Jeans: Astronomy and Cosmogony, bls. 110.