Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 105
105
En þótt harðger fræ og biðgrór þoli slíkf, yrðu þau að
þola enn miklu meira og lengra kvalræði, ef þau ætlu að
berasl hnatta í milli. Eins og kunnugt er, rikir reginkuldi í
himingeimnum, svonefnt alkul (-h 273° C.). Og styzta leið
niilli vorrar sólar og næstu sólstjörnu, sem þó er alls ósenni-
legt að hafi nokkra byggða stjörnu í kringum sig, er fjögur
ár, þótt farið sé með Ijóssins liraða. F*ótt því eilthvert lífs-
frjó hefði borizt með Ijóssins hraða frá nálægustu byggðu
stjörnu, hefði það verið minnst 4 ár, en þó sennilega miklu
fremur 40, 400 eða jafnvel 4000 ár á leiðinni, ef sólkerfin
eru svo óvíða til, sem nú eru gerð ráð fyrir; og þá hefði
það allan þenna tíma átt að geta þolað þenna reginkulda
(-*- 273°), en auk þessa hefði það hlotið að þorna alveg upp
og helfrjósa. Gerum samt sem áður ráð fyrir, að það helði
afborið þetta með einhverju móti, en þá hefði það senni-
lega stiknað, er það kom inn í gufuhvolf jarðar og loft-
steinninn varð glóandi, og þá væru naumast gerandi ráð
fyrir, að það eftir þá eldraun gæti farið að spíra, eins og
ekkert hefði í skorizt. Þessi möguleiki er þvi næsta ósenni-
legur, enda lætur hann fyrstu upplök lifsins alveg óskýrð.
Hugsum oss þó enn einn möguleika, sem ekki er eins
ósennilegur tímans vegna, en þó næsta óhklegur annars
vegna, að lífsfrjó hafi borizt hingað til jarðar fyrir geisla-
þrýstingi sólar á tiltölulega stutlum tíma (2—8 mínútum)
frá einhverri hinna reikistjarnanna í voru eigin sólkerfi.
Hvaða líkur eru fyrir því?
12. Byg-göir hnettir í voru eigin sólkeríi.
Vér vitum af jurtaleifum þeim og dýraleifum, er fundizt
hafa í jörðu, að jörð vor hefir verið hyggð lifandi verum
um hundruð millióna ára og að þær hafa þroskazt þar
smámsaman frá lægstu lifsverum til þeirra æðstu. En hvað
er þá um hinar aðrar jarðstjörnur í sólkerfi voru? Eru þær
byggðar Iifandi verum eða alls óbyggilegar? Til þess að gera
út um þann möguleika, verðum vér að setja oss eðli og
ástand þessara reikistjarna ofur-stultlega fyrir sjónir.
Ef vér þá litum fyrst á þá jarðstjörnuna, Merkúr, sem er
næst sólu, lítur svo út sem hún snúi jafnan sömu hliðinni
að henni. En af því leiðir, að jafnan er ofsahiti á því hálf-
hvelinu, sem að sólu snýr, en reginkuldi á hinu hvelinu,
sem snýr frá sólu. Eftir hita þeim, sem jörðunni berst frá
hinu upphitaða hálfhveli Merkúrs, daghvelinu, ætti hitinn
þar að vera 350° að jafnaði, en á næturhvelinu er óumræði-
14