Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 62
III. Upptök og þróun sólstjarnanna
1. Álirif geislarannsóknanna. Það getur
naumast hjá þvi farið, að þeir, sem lesið hafa kaflann hér
á undan, hljóti að kannast við, að skoðanir manna á gerð
efniseindanna hafi breytzt mjög frá því, sem áður var. í stað
hinna »fylltu« efniseinda, er áltu að vera fullar af efni því,
er þær tilheyrðu, eru nú komnir smáheimar með agnar-
smáum rafhlöðnum kjarna og fleiri eða færri rafeindum
nmhverfis i misviðum brautum, en þar í milli auðn og tóm.
Þar eð nú efniseindir þessar eru efniviður alls hins sýni-
lega heims, hvort sem um voldugar eimþokur, risasólir,
miðlungssólir eða dvergsólir er að ræða, eða þá jarðstjörnur
og tungl þeirra, er þetta allt orðið til úr ótölulegum grúa
slikra efniseinda. Ef þær því hafa eitthvað sérkennilegt til
að bera, blýtur þess og að gæta á einhvern hátt í þessum
stóru efnisheildum, upptökum þeirra, æviferli og endalokum.
Enda er þetta svo. Aldur jarðar vorrar má þannig lesa út
úr úranleifum þeim, sem fundizt hafa í bergtegundum
hennar, jafnskjótt og búið er að mæla blý það, sem orðið
hefir til úr úraninu. Stærðarmun og geislamagn sólnanna
má og lesa út úr stærð og gerð efniseinda þeirra,: sem i þeim
eru. Og litsjárkönnunin, sem er ekki annað en ein tegund
geislarannsókna, skýrir bæði frá efnum þeim, er finnast á
yfirborði sólnanna, svo og frá því, hvort þær fjarlægjast oss
eða nálægjast, og jafnvel frá þyngd þeirra eða þvermáli.
Þannig má lesa það stærsta úr þvi smæsta, og smáheimar
efniseindanna verða oss nokkurs konar sýnishorn af stór-
heimum sólstjarnanna. Þess verður nú freistað í eftirfarandi
greinum að gera nokkura grein fyrir upptökum og þróun
sólstjarnanna i ljósi þessara nýju rannsókna.
íi. Prumþokur efnisins. Hvernig er þá heimur
sá, sem vér lifum í, til orðinn? Petta er ævagömul spurning,