Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 16
16
»Mér virðist, að ef efninu í sól vorri og reikistjörnum og
öllu efni alheimsins væri dreift um endilangan geiminn og
sérhver efnisögn drægist ósjálfrátt að öilu hinu efninu, og ef
allt þetta rúm, sem efnið dreifðist um, væri endanlegt, þá
myndi efnið, sem væri fyrir utan þetta rúm, fyrir aðdrátt
sinn dragast að efninu fyrir innan, og þar af leiðandi falla
inn að miðbiki rúmsins og mynda þar eitt allsherjar efnis-
hvel. En ef efninu væri dreift um óendanlegt rúm, þá gæti
það eklci lent í einni hvirfingu; en sumt mundi safnast
saman í eina heild og snmt í aðra, og þannig myndaðist
óendanlegur fjöldi slórra efnishvirfinga, sem væri dreift um
hinn óendanlega geim með löngu millibili. Og þannig kynnu
þá sólin og fastastjörnurnar að hafa orðið til, svo framarlega
sem efnið hefir verið lýsandi eðlis«.
Eins og menn sjá, gerir Newton hér ekki ráð fyrir neinu
yfirnáttúrlegu aíli, en liugsar sér heiminn til orðinn á alveg
eðlilegan hátt. Og þannig fóru menn nú líka að hugsa sér
þetta. Það leið ekki nema liðug hálf öld, þangað til Kant
tók að sýna fram á eðlilegan uppruna sólkerfisins,1) og ekki
nema liðug öld, þangað til hinn franski stjörnufræðingur
Laplace tók að sýna fram á það i einu riti sínu,2) að vel
mætti skýra allan uppruna heimsins á vélrænan hátt. Um
likt leyti mun hann hafa látið það i Ijós, að hann þyrfti
ekki þeirrar tilgátu, er menn nefndu guð, til þess að skýra
með uppruna sólkerfisins, en þau orð mun hann þó hafa
teldð aftur síðar.
Kant hugsaði sér efnið á ringulreið um himingeiminn;
svo hefði það farið að dragast saman og þéttast og mynda
efnisþokur, er snerust umhverfis sjálfar sig. Eina slíka efnis-
þoku myndaði sól vor í upphafi vega sinna. Síðan tók hún
að dragast saman og þéttast og snúast hraðar um sjálfa sig.
Tók hún þá að bunga út um miðbikið, en hinir eimkenndu
hringar utan um miðbik hennar snerust saman í hnykla og
urðu að reikisljörnum.
Laplace gekk út frá svipaðri efnisþoku af ákveðnum þétt-
leika, en sýndi síðan fram á það með stærðfræðilegum út-
reikningum, hvað leiða hlyti af samdrælti hennar og vax-
andi snúningshraða. Hún flettist út, yrði eins og tvikúpt
baun í laginu, sáldaði síðan út frá miðbiki sinu eimkenndum
1) Allgemeine Theorie u. Naturgeschichte des Himmels, 1755.
2) Exposition du sjTstéme du monde, 1796.