Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 61
61
rannsókuum hans, orðaði árið 1927 það, sem nefna mælti
skeikulleika-lögmálið. En það var á þá leið, að
annaðhvort mætti ákveða stöðu rafeindar mjög nákvæmlega,
en þá skeikaði mjög um hraða hennar, eða lika mætli ákveða
hraða hennar nákvæmlega, en þá skeikaði miklu um stöðu
hennar, en ómögulegt væri að ákveða hvorltveggja i senn
jafn-nákvæmlega, hraða hennar og stöðu. Ég gæti t. d.
ákveðið stöðu rafeindar um Viooo úr m m. með sennilegri
skekkju, að því er hraðann snerti, um 1 kílómetra á sekúndu,
sem er tiltölulega mikil skekkja; en ef ég vildi ákveða stöð-
una svo nákvæmlega, að það samsvaraði V10*000 n1’ rn.m., þá
vrði skekkjan í hraðanum minnst 10 km. á sek., og þvert
á móti. En af þessu leiddi það, að þótt vér reyndum að
ákveða eitthvert einstakt atriði með hinni mestu nákvæmni,
þá opnuðust þegar stóreflis tálgryfjur fyrir fótum vorum á
öðruni sviðum, og afleiðingin af þessu væri sú, að vér gæt-
um ekki séð eða sagt neitt fyrir með fullkomnu öryggi og
fullkominni vissu. Þegar svo þar við bætist, að vísindamenn-
irnir sjálfir með tilraunum sínum hafa óútreiknanleg áhrif
3 þessar smæðir, sem þeir eru að rannsaka, þvi að einn
lítill orkuskammtur, er þeir senda efniseindinni, getur þýtt
niikinn og ófyrirséðan áverka, sem hefir alveg óvenjulegar
ufleiðingar í för með sér, þá eru enn minni líkindi til, að
nienn komist alveg til bolns og finni allan sannleikann að
því er þessa smáheima efniseindanna snertir.
Það, sem þegar er fundið, er þó dásamlegt; og senni-
lega eru enn meiri dásemdir fram undan. En hversu mikið
sem ávinnst, eru visindamennirnir nú orðnir vondaufir um
fullkominn árangur af rannsóknum sinum. Og það mun vera
þessi sami Heisenberg, sem hefir látið sér þessi orð um
niunn fara: »Spurningin um það, hvort menn með fullkom-
inni þekkingu á þvi, sem á undan er farið, geli sagt fram-
tiðina fyrir, getur alls ekki komið til greina, því að full-
komin þekking á þvi liðna felur í sér gagngerða mótsögna.1)
Svo mæla visindi vorra tima.
1) Sbr. Eddinglon: The Nature of the Physical World, bls. 228.