Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 98
98
16. mynd.
þær hitta á leið sinni; en mótspyrnan, sem þær hafa orðið
fyrir, veldur þó þvi, að brautir þeirra hafa ekki orðið spor-
baugar, heldur að mestu leyti hringlaga. En athugum nú
nánar, hvað fram hefir farið og hvernig reikistjörnurnar
standa af sér hver til annarar, bæði að stærð og fjarlægð
frá sólu.
7. Stæröarmunur reikistjarnanna. Þess
var getið, að geirinn, sem reikisljörnurnar hefðu orðið til
úr, hefði verið mjóstur og efnisminnstur að aftan og framan,
en gildastur um miðbikið. Af þessu ætti að leiða það, að
reikistjörnurnar næst og fjærst sólu væru tiltölulega minnstar,
en þær stærstar, sem væru í miðið.
Nú er þetta svo í raun og veru. Myndin hér á næstu bls.,
þar sem reikisljörnunum er raðað niður eftir stærð og fjar-
lægð frá sólu, sýnir, að reikistjörnurnar fara smástækkandi
frá Merkúr, sem er minnstur og innstur, næst sólu, til Venusar
og Jarðar, yfir Marz, sem af siðargreindum ástæðum er
óeðlilega litill, og yfir smástirnin, sem eru leifar af stórum
sprungnum hnetti, til risastjarnanna Júpíters og Satúrns, sem
orðnir eru til úr miðbiki geirans, og svo loks til Uranuss og
Neptúns, en þær eru aftur mun minni en risarnir og eru
orðnar til úr skottinu á geiranum. Neptún er nokkuð (17°/o)
stærri en Úranus, en ætli að vera minni. Úetta stafar senni-
lega af því, að Úranus hefir getið af sér fjögur tungl, en