Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Side 77
77
frumeinda, sem hafa 0, 1, 2, 3 bringa rafeinda, er snúast
kringum kjarnann, standa af sér hver til annars eins og
0’ : l2 : 2’ : 3S . . ., og ef stjörnunum er raðað niður eftir
þessu sama stærðarhlutfalli, sjáum vér, að þær lenda í
flokkum, þar sem hringgeislar sólnanna standa nokkurn
veginn eins af sér. ... En af þessu er hægt að ráða, að i
einum flokki stjarna hefir hver frumeind í miðbiki sólar-
innar tvo rafeinda-hringa umhverfis sig, i öðrum flokki enn
minni stjarna aðeins einn hring, og í þriðja flokknum, sem
er enn mikið minni, eru þvínær allar frumeindirnar rændar
rafeindum sinum og aðeins hinn pósitivt hlaðni kjarni eftir«.
BÞannig er þá leyndardómurinn við gerð frumeindanna
skráður stóru letri um allan himininn i þvermáli sólnanna.
Hinn mikli stærðarmunur, sem er t. d. milli hinna svo-
nefndu hvitu dvergsólna og næsta flokks, »miðlungssóln-
anna«, þar fyrir ofan, sýnir manni og sannar, að hinn posi-
tivt hlaðni kjarni er margfalt minni að þvermáli en innsti
rafeinda-bringurinn umhverfis hann; vér höfum þannig
fengið stjarnfræðilega sönnun fyrir því, hversu mikið tómt
rúm er á milii kjarnans og rafeindabrautanna, hversu »opnar
og innantómara frumeindirnar erua.1)
13. Próun sólstjarnanna. Þegar sólstjörnurnar
verða til i útjöðrum þyrilþokanna eða úr hnyklum þeim,
sem þyrilgeirarnir slöngva frá sér, erfa þær tvennt, mismun-
andi tegundir frumeinda, sem þegar gera þær annaðhvort
að risasólum, miðlungssólum eða dvergsólum, og svo snún-
ingshraða þann, sem var á hnyklinum, er þær urðu til úr.
Frumeindirnar, sem sólirnar verða til úr, eru mjög mis-
munandi að gerð og gæðum og ýmisl skammlífar eða lang-
lífar. Séu þær úr sterkt geislandi efnum með tveim eða
þrem hringum umhverfis kjarnann, mynda þær þegar risa-
sólir, er geisla frá sér óhemju af orku. Sé kjarnahringurinn
einn eflir umhverfis kjarnann, verður sólin að miðlungssól.
Og hafi frumeindirnar þegar misst allar rafeindir sinar og
sé kjarninn einn eftir, getur þegar orðið til úr slikum frum-
eindum svonefnd dvergsól. Og verði sólirnar þetta ekki
þegar frá fæðingu, þá verða þær það með tíð og tíma. Risa-
sólirnar verða fyr eða siðar fyrir hina megnu úfgeislan sína
að miðlungssólum, og miðlungssólirnar að dvergsólum. En
eftir því sem sólirnar skreppa saman og minnka, eykst
1) Sir James Jeans: Astronomy and Cosmogony, Camb. 1929, bls. 412.