Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 149
149
hverjum mola efnis þess, sem eðlisfræðingurinn liefir iðulega
með höndum. Þótt því einstakar efniseindir eða rafeindir
þeirra hagi sér noldcuð sitt á hvað, þá gætir þessa lítið eða
ekkert i heildarútkomunni, sem einna helzt fær svip af því,
að allt sé á sömu bókina lært og hver einasla efniseind
hagi sér eins og allar hinar. Það er þetta, sem hefir vilit
mönnum sýn; af því að einhver ákveðin regla eða eðlis-
nauðs}m virtist ríkja í heildarútkomunni, ályktuðu menn, að
hún gilti fyrir hvern einstakan hluta eða einstakt atriði í
heildinni. En þetta er það, sem á rökfræðimáli nefnist »deili-
skekkja«, þegar menn út frá heildinni eða heildarútkonuinni
áhTkta, að eilthvað gildi einnig fyrir einstaka parta heildar-
innar.
Svona gæti þá trúin á orsakanauðsynina verið tilkomin:
af því að fvrirbrigðin yfirleitt liaga sér eftir einhverjum regl-
um, trúir maður þvi, að hvert einstakt þeirra fylgi nákvæm-
lega sörnu reglu. En þar getur mönnum skjátlazt herfilega.
Þótt hagtöflurnar sýni það, að svo og svo mörg sjálfsmorð
eða giptingar eigi sér stað árlega hjá hverri þjóð, er ekki
þar með sagt, að svo og svo margir einstakiingar hjá hverri
þjóð séu neyddir til hvort heldur er að gifta sig eða að
drepa sig; en heildarútkoman verður þessi, að af svo og svo
mörgum einstaklingum ráðast venjulegast svo og svo margir
i að gifta sig, en svo og svo margir missa móðinn og ráða
sig af dögum. En jafnvel sjálfsmorðinginn myndi ekki vilja
kannast við, að hann hefði verið »neyddur lil« að ráða sig
af dögum; hann myndi miklu fremur segja, að hann hefði
gert það af fúsum og frjálsum vilja.
Þannig standa þá sakir nú, að trúin á orsakanauðsynina
og orsakarlögmálið sjálft er »á hvörfum«. Enginn veit enn,
hverju fram kunni að vinda um það. Margir óska þess sjálf-
sagt, að bæði það og orsakanauðsynin komist al'tur í sitt
góða gengi; en margir fagna því lika, að eitthvað virðist
hafa losnað um hina svonefndu eðlisnauðsyn hinnar ólif-
rænu náttúru. Að minnsta kosti treystir hin nýrri eðlisfræði
sér ekki til að halda henni fram i jafn-ríkum mæli og áður.
En þar með hefir hún líka gefið lífi og meðvitund meira
svigrúm en áður. Því að það má nærri geta, að ef smæslu
eindir hinnar ólífrænu náttúru eru oft eins og á hvörfum
og geta jafnvel tekið upp sjálfkrafa starfsemi, þá ættu ekki
síður hinar lifandi verur að geta þetta. Og ef lifandi verur,
sem engin skynfæri og skilningstæki hafa, geta hamlað upp