Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 27
27
sýnir, hvar hluturinn er á hverjum tíma í hinu þriviða rúmi.
Þó er þelta ekki allskostar íélt, því að tími og rúm mynda
til samans fervítt samfelldi, sem vér þó ekki getum gert oss
grein fjuir á skjmjanlegan hátt.
Þessi blaðsiða t. d. myndar tvær víddir, fram og aftur, til
hægri og vinstri. Ef vér vildum hugsa oss þriðju viddina,
væri það lína, er stæði lóðrétt á síðuna. En hvernig eigum
vér þá að hugsa oss tímalínuna í þessu þríviða rúmi? Hugs-
um oss, að vér ætlum að sýna hreyfingu flugvéla, er flýgju
allar í vissri hæð, segjum 1000 fet yfir sjávarmál, til og frá
yfir íslandi. Hvernig færum vér að búa til mynd af hreyf-
ingu þeirra, segjum á klukkustund? Vér gælum tekið 60 Ijós-
myndaplötur, allar með daufri mynd af uppdrætti landsins
ásamt lengdar og breiddargráðum þess. Svo tækjum vér
mynd af flugvélunum á hverri mínútu, en þær kæmu í Ijós
á plötunum sem dökkir dílar í austri og vestri, norðri og
suðri, er færðust úr stað frá einni mínútu til annarar. Þegar
tíminn væri liðinn og vér búnir að taka 60 plötur af flug-
vélunum, legðum vér plöturnar i réttri röð hverja ofan á
aðra. 1 staflanum kæmi þá i Ijós timalina hverrar flugvélar
eins og rák eða línurit i þríviðu rúmi. Vér slepptum einni
rúmsvíddinni með því að láta flugvélarnar fljúga í sömu
hæð, en fengum »tímavíddina« í staðinn. Hefðum vér getað
tekið þriðju rúmsvíddina með, hefði timi og rúm myndað
fervítt samfelldi /konlinnumj, þar sem hreyfing hvers hlutar
hefði verið ákveðin með linurili, er sýndi »heimslínu« hans
í hinu ferviða timarúmi. Tími og rúm virðast því ekki vera
til, hvort út af fyrir sig, nema í huga vorum og skynjun,
heldur renna þau saman í eitt samfellt hnattmyndað tima-
rúm, sem hlutirnir og athurðirnir gerast í.
Eins og sýnt hefir verið, táknar Einstein viddirnar í tíma-
rúminu með stöfunum x, y, z, t. En er hann vill gera nánari
grein fyrir »tímaviddinni«, táknar hann hana með V — 1 ct.1)
í formúlu þessari er t, tímalengdin, látin samsvara Ijós-
hraðanum i rúminu, þ. e. þeirri vegalengd, sem Ijósið fer á
1 sek., og hvorttveggja margfaldað með V— 1. En þetta er
»imynduð« /imaginœrj stærð, og vekur það grun manns um,
að hér sé um eitthvert stærðfræðilegt »bragð« að ræða, því
að V— 1 hefir enga raunverulega merkingu. Einstein hefir
þetta upp eftir Minkowski, höfundi hins ferviða timarúms,
1) Einstein: Úber die spezielle u. allgemeine Relativitátsllieorie, bls. 38.