Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 80
80
þeirra hvorrar fyrir sig og nmferðartími samsvarar h'vor
öðrum á þann hátt, að hnettirnir úr þvi snúa jafnan sömn
hliðinni hvor að öðrum og snúast hvor um annan í hring-
laga eða sporöskjulagaðri braut.
Þessara áhrifa af völdum flóðbylgjunnar gætir víðar en
hjá tvislirnunum. Þeirra gætir lika i afstöðunni milli sólar
og reikistjarna hennar og eins milli lungls og jarðar. Merkúr,
sem er næst sólu, snýr nú jafnan sömu hlið að henni; og
Venus, næst innsta reikistjarnan, snýst svo hægt um möndul
sinn, að hún snýr sömn hlið að sólu i daga og jafnvel vikur.
En áhrifa þessara gætir jafnan minna eftir því sem fjær
dregur sólu. Jörðin og Marz snúast í kringum sjálf sig á
sólarhring, en Júpiter, Satúrnus og Uranus á því sem næst
10 timum. Um möndulsnúning Neptúns er enn ókunnugt,
en hann mun snúast enn miklu hraðar í kringum sjálfan sig.
Flóðbylgjuáhrifin munu og hafa rekið tunglið það langt
frá jörðu, sem það nú er, og valda því, að það nú snýr
jafnan sömu hlið að jörðu. Á hinn bóginn veldur það mest-
öllum sjávarföllum á jörðunni. Og núningsmótstaða flóð-
bylgjunnar veldur því, að jörðin smáhægir á sér, svo að
dagurinn smálengist, þótt ekki sé nema um hænufet á óra-
löngum tima, en svo fer að siðuslu eftir óralangan tíma, að
jörð og tungl snúa jafnan sömu hlið hvort að öðru.
Áhrit' flóðbylgnanna á tvísólirnar eru svipuð þessu. Eftir
nokkurar milliónir ára fara þær jafnan að snúa sömu hlið-
inni hvor að annari, en allt fram til þess tíma er flóðbylgjan
að fjarlægja þær hvora annari. En er því marki er náð,
hverfa áhrif flóðbylgnanna og upp frá því geta tvísólir haldið
áfram að snúast hvor um aðra til eilífðar nóns. —
Annað er það, sem veldur miklu um þróun, eða öllu
heldur hnignun sólstjarnanna, og það er efnistap það, sem
þær í sífellu verða fyrir, fyrir útgeislan sína. Svo og svo
mikil útgeislan á sekúndu samsvarar svo og svo miklu ónýltu
efni, sem snúizt hefir upp í tóma geislaorku.
Reiknað hefir verið út, að sól vor fyrir útgeislan sina
missi 250 milliónir tonna á mínútu; þetta og þaðan af meira
hefir hún verið að missa um billiónir ára, frá því er hún
fyrst varð til, ef til vill í líki risasólar, og mun halda áfram
að missa enn um billiónir ára, í minnkandi mæli þó. En
jörðin og aðrar reikistjörnur halda sig, eins og kunnugt er,
í þeirri fjarlægð frá sólu, sem á hverjum tíma samsvarar
þyngd sólar og aðdrætti. Ef þyngd sólar yrði allt í einu