Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 97
97
ö. Sólin jaín-þétt í sér. Ef sólin hefði verið úr
bráðnu efni og því öll nokkurn veginn jafn-þétt í sér, mvndi
sólsljarna, sem nálgaðist hana nægilega mikið, hafa þau
aðdráttaráhrif á hana, að hún yrði fyrst að sporöskju, síðan
að aflangri vindillaga totu, þá að »púlserandi«, aflangri mynd,
sem á kæmu hólar og lægðir, og myndi hún svo slitna í
sundur um lægðirnar í 1 stærri og 3 minni hnetti, sem i
stærðahlulföllum sinum eru alls ólíkir sólunni og reikistjörn-
um hennar. Pella kemur því alls ekki heim við það, sem
orðið er; og þvi er hin tilgátan líklegri, að aðalmegin efnis-
ins han verið samanþjappað i þungamiðju sólar, en tiltölu-
lega lílill hluli þess í ytri lögunum. Pegar svo er ástatt,
verður það, sem hér segir.
6. tjtsogf.slíenning’ Jeans. Pegar hin aðvífandi
sólstjarna nálgast sólina, rís flóðbylgjan eins og fjall á yfir-
borði sólar báðu megin hnaltarins; og nálgist stjarnan enn
meir, breytast bungur þessar í tvo langa gosstróka, og er þó
venjulegast sá meiri og lengri, er snýr beint í áttina til stjörn-
unnar. Hann er digrastur og efnismestur um miðbik silt, en
mjókkar í báða enda. í fyrstu er hið eimda efni í gosslrók-
um þessum samíellt; en brátt fer það, fyrir hið óstöðuga
jafnvægi, sem það er í, að hnyklast saman í stærri og minni
hnelti, stærsta um miðbikið, en minnkandi til beggja enda,
og verður úr þessu eins og vindillaga geiri, sem upp frá þessu
snýst umhverfis sólina. En hnellirnir, sem þannig verða til,
eru mismunandi langt frá sólu og fá þvi mismunandi um-
ferðartíma; en þó fara þeir fram úr þessu, og einkum eflir
að stjarnan heíir aftur fjarlægzt, að verða að reglulegum
reikistjörnum (sjá 16. mynd).
Pegar reikistjörnurnar fara fyrst að hreyfast sem sérslakir
og sjálfstæðir hnettir, eru þær undir aðdráltaráhrifum beggja
sólstjarnanna og brautir þeirra því mjög óreglulegar. En
smámsaman fjarlægist sljarna sú, er óskundanum olli; áhrifa
hennar gælir minna og minna og hinar nýfæddu reikistjörnur
fara nú einvörðungu að rása kringum sólina. Ef þær hrevfð-
ust nú í tómu rúmi, myndu brautir þeirra verða að spor-
baugum; en mikið af efni er á við og dreif á milli þeirra
eftir gosið og verður það að halastjörnum, vigahnöltum og
loftsteinum, sem eru á sveimi hér og þar um geiminn; en
meginhlutinn er þó enn eimkennt efni, sem hinar nýfæddu
reikistjörnur vaða í og veitir allmikla mótspyrnu. Reikistjörn-
urnar sópa nú smámsaman að sér mestu af efni því, sem
13