Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1929, Blaðsíða 112
112
talinn um 175 milliónir ára. Þá hafa menn og reynt að
áætla aldur jarðskorpunnar efiir jurta- og dýraleifum, er
þar hafa fundizt, með þvi að gizka á, hve langan tíma þróun
þeirra hafi tekið, og hafa menn með þeirri áætlun komizt
upp í allt að 300 milliónir ára. Og loks hafa menn nú á
síðustu tímum reynt að ákveða aldur jarðskorpunnar eftir
upplausn þeirra helztu geislaefna, úraniums og thoriums,
er fundizt hafa i jarðlögunum, og eftir blýforða þeim, sem
myndazt hefir úr þessum tveim efnum. Úran-blý hefir einda-
þungann 206 og thorium-blý eindaþungann 208. Jarðfræð-
ingar ætla nú, að bæði þessi efni, og þó einkum úranium,
hafi geislað áður fyr örar en nú og þora því ekki að setja
aldur jarðlaganna öllu hærra en 240—300 milliónir ára. En
stjarnfræðingar finna enga ástæðu til þessa og setja því aldur
jarðskorpunnar upp í allt að 12—1500 miiliónir ára, en telja
aldur jarðarinnar sjálfrar allt að 2000 milliónir ára. Eins og
menn sjá, skeikar hér allmiklu, og þó getur jörðin verið enn
miklu eldri, að því er stjarnfræðingar fullyrða, allt að 5000
mill. ára.
3. Groi'ö jarðarinnar. Ef vér nú gerum ráð fyrir,
að jörðin sé orðin til með þeim hætti, sem að framan greinir,
má ætla, að henni sé líkt farið og öðrum slíkum hnöttum,
að hún sé þéttust innst við kjarna, en svo fari þéttleiki eða
eðlisþyngd efnanna smádvínandi, eftir því sem utar eða ofar
dregur, allt þangað til komið er að léltuslu, óþéttustu efn-
unum, lofttegundunum í gufuhvolfi jarðar.
Úetta er og það, sem reyndin sýnir. Fyrst er gufuhvolfið,
200—300 km. út frá jörðu. Úað smáþéttist eftir þvi, sem
neðar dregur, en er þó jafnan léttara en vatn.
Þá eru höf, vötn og ár, sem hafa eðlisþyngdina 1
þá sandsteinslög, — — — 2—2.7
þá granitlög, — — — 2.67
þá basaltlög, — — — 3.0
og svo þaðan af þéttari og þyngri lög, alla leið inn að kjarna,
sem talinn er að vera úr nikkeli og járni, með allt að 11—
12.0 að þéltleika og þyngd, miðað við eðlisþyngd vatnsins.
Meðalþétlleiki jarðar er talinn 6.0.
Þótt menn þannig þællust geta ráðið í gerð jarðar, þekktu
menn ekki til skamms tíma nema yztu jarðskorpuna og
gerðu sér enga verulega grein fyrir, á hverskonar undirlagi
hún hvildi, né heldur, hvers eðlis það væri, og hvort það
væri jafnan sama eðlis eða breyttist frá einum tíma til annars.