Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Page 260

Árbók Háskóla Íslands - 30.12.2005, Page 260
Þetta er í tuttugasta og fjórða sinn og jafnframt í síðasta skipti sem ég fæ að ávarpa og taka í hönd kandídata sem hafa brautskráðst frá Háskóla íslands síðan haustið 1997. en þeir eru hvorki meira né minna en rúmlega níu þúsund talsins að meðtöldum ykkur sem nú eru brautskráð. Til samanburðar má geta þess að frá upphafi Háskólans fram til 1997 brautskráðust tæplega 16 þúsund kandídatar. Hver brautskráning hefur verið einstök hamingjustund. sannkölluð háskólahátíð, þar sem við fögnum mikilvægustu ávöxtunum af starfi Háskóla íslands. menntaá- fanga ykkar. kandídatar góðir. sem hafið lagt ykkur fram um að öðlast þekkingu. kunnáttu og skilning til að móta eigið líf og skapa um leið íslenska menningu og íslenskt samfélag. Fyrirrennarar ykkar eru hvarvetna að störfum í ístensku þjóð- lífi og reyndar um allan heim og þið munuð. eins og þeir. bera hróður Háskólans út um byggðir landsins og hvert sem leiðirykkar liggja um heiminn. Þið eruð stolt Háskólans og sýnið styrk hans og kraft. Þess vegna er ábyrgð ykkar líka mikil. örlög heimsins og ekki síst örsmárrar þjóðar eins og okkar ráðast öllu öðru fremur af þekkingu. kunnáttu og skilningi sem sprettur af fræðilegu námi og starfi. Þess vegna skiptir líka svo miklu að við gerum okkur tjóst og að öllum verði tjóst til hvers háskólar eru og hvernig þeir mega ná tilgangi sínum og rækja hlutverk sitt í þágu lífsins. Við byggjum furðulegan alheim þar sem óendanleikinn umlykur okkur á alla vegu. Víðáttur geimsins, örsmáar agnir efnisins og heilinn. þetta undursamlega verkfæri sem höfuðkúpa okkar geymir. en við skynjum samt aldrei, allt er þetta enn ofvaxið mannlegum skilningi. þótt vísindin séu sífellt að opinbera okkur ný sannindi um veruleikann. Mannshugurinn er sjálfum sér ráðgáta og eins og lokuð bók, þótt hann skapi sífellt nýjar og nýjar bækur um könnunarferðir sínar um lendur heimsins. Hver erum við sjálf. hver er þessi hugur sem knýr okkur áfram, hvert okkar fyrir sig á sinni einstöku, persónulegu vegferð. og okkur ötl saman, í því skyni að reyna að skapa réttlátari. fegurri og betri heim? Háskóli (slands er ekki aðeins hús og byggingar, heldur ósýnileg, andleg heild sem sameinar okkur í ákveðnum ásetningi og tilgangi og á sérsögulega tilveru handan okkar, hverf- ulla einstaklinga. sem eigum hlut í henni á hverjum tíma. Björn M. Ólsen og hóp- ur annarra manna tók þátt í fæðingu þessarar andlegu heildar og þeir sáu hana sem hvítvoðunginn í háskólasamfélagi heimsins. Og á hverjum tíma hefur Há- skólinn notið þess að fjöldi einstaklinga hefur verið reiðubúinn að fórna honum tíma sínum og starfsorku um leið og þeir hafa sótt til hans menntun og styrk sér til halds og trausts í óvissum heimi líðandi stundar. Þannig er Háskótinn í senn andlegt sköpunarverk allra þeirra hugsandi einstaklinga sem hafa gefið honum hluta af sjálfum sér með því að nema í honum og starfa og hann er sjálfstætt. andlegt afl sem knýr okkur til sameiningar og samstöðu sem kemur aldrei skýrar fram en á hátíðarstundu eins og þessari. í hverju felst aflið sem gerir Háskólann að því sem hann er? í hvaða skilningi sameinar það okkur? Kæru kandídatar. fræðileg svör við þessum spurningum skipta máli. en mestu máli skiptir þó að við svörum þeim í verki með þeirri stefnu og þeim áætlunum sem við framfylgjum í daglegum störfum og viðleitni okkar til að gera Háskóla íslands að sífellt öflugra vísinda- og menntasetri. Og það hefur háskólafólk svo sannarlega gert á undanförnum árum með kraftmeiri uppbygg- ingu rannsókna og kennslu en dæmi eru um í sögu Háskólans. Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Háskólans sýnir glögglega að hann hefur náð ótrúlegum árangri í samanburði við erlenda háskóla miðað við þær aðstæður og þau fjárhagstegu skilyrði sem honum eru búin. Aflið sem knýr Háskólann hefur fyrir löngu sprengt utan af sér ramma þeirrar efnislegu um- gjarðar sem honum er sett - hann er eins og kröftugur unglingur sem hefur vax- ið uppúr fermingarfötunum. Þegar ég lít yfir farinn veg frá haustinu 1997 blasir við að starfsemi Háskólans hefur tekið stakkaskiptum. Nemendum í grunnnámi - það er til fyrstu próf- gráðu - hefur fjölgað úr 5.400 í 7.600. en nemendum í framhaldsnámi - það er meistara- og doktorsnámi - hefur fjölgað úr 180 í um 1.400. Ásama tíma hefur fjölbreytnin í námsleiðum og rannsóknum aukist gífurlega. Árið 1997 voru 109 námsleiðir við skólann. þaraf 32 í meistara- og doktorsnámi. Námsleiðirnar eru nú orðnar 234, þar af 126 fyrir meistara- og doktorsnema. Fjölgun náms- leiða stafar fyrst og fremst af því að Háskólinn hefur nýtt sér styrk sinn sem al- hliða háskóli með því að auka samstarf ólíkra fræðasviða og gefa nemendum sínum kost á alls kyns nýmælum með samvali námskeiða og fræðigreina. Þetta hefur gefið einstaklega góða raun og sýnt hvernig unnt er að nýta betur tak- 256
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.