Búnaðarrit - 01.01.1890, Page 57
53
5 ár liöfðu maðkarnir fært 8/4 þuml. þykkt lag ofan
yfir þá.
Á öðrum stað hafði árið 1822 verið stráð brenndri
kalkmöl og gjalli yfir grasblett einn, og 15 árum seinna
fann Darwin, að ofan á þvi var myndað 2J/a þuml.
þykkt lag af smámold, sem rót sína átti að rekja til
saurinda maðkanna.
Byggt á þessum og mörgum öðrum athugunum,
telur Darwin því, að maðkarnir myndi með saurindum
sínum */„ þuml. þykkt jarðlag árlega. Með því að safna
saurindunum á dálitlum bletti og vikta þau, fann liann
og, að þau myndu árlega verða að þyngd 12150 pd. á
dagsláttustærð, og var staðurinn þó ekki hentugur
möðkunum, enda telja sumir aðrir þetta miklu meira.
Ánumaðkarnir lifa einkum í rakri og moldkeudri
jörð. Þeir geta lifað lengi í vatni, en nái þeir ekki í
raka, þá deyja þeir fljótlega. Þess vegna fiýja þeir sand-
jörð og yfir höfuð þurlenda staði.
Samkvæmt þar að lútandi rannsóknum, telja menn,
að á dagsláttustærð finnist 60—290 þúsund ánumaðkar.
í garði búnaðarháskólans í Kaupmannahöfn fundust
94—163 maðkar á □ faðminum. Hversu mikið er af
ánumöðkum í jarðveginum hjer á landi er þýðingarlaust
að gera nokkrar getur um, en að líkindum er það tölu-
vert minna en það, sem hjer að ofan er talið.
í saurindunum liafa menn við efnarannsókn fundið:
Vatn .... 7.B °/0 í öskunni var:
Organisk samb. 30.4 — Sandur stærri en a/s millim. 12 °/0
Steinefni . . 51.8— — minni—^/g — 88 —
Leysanleg efni 10.8 — = 100
= íoo'-
(Tuxen).