Búnaðarrit - 01.01.1890, Page 60
56
Þyngdarminkun.
í sílíkötum
a) Jörðin er aðskilin i smámold og grófmold.
b) Smámoldin er glóðliituð og aðgætt hve mikið
er af:
Loptrakavatni
Kemiskt bundnu vatni
Moldefnum
d) Hin glóðhitaða smámold er rannsökuð og á-
kveðið, hve mikið í henni er af:
Kolasúru kalki og kolasúrri magnisíu.
Kísilsýru
Leirjörð og ryði
Kali, natróni, kalki og magnisíu
Kísilsýru og leirjörð.
e) Þá er rannsakað, hve mikið smámoldin inni-
heldur af stofnum leysanlegum í saltsýru.
f) Loks er ákvarðað efnatökuaflið með tilliti til
ammóniaks.
í góðri jörð er talsvert af loptrakavatni og kem-
iskt bundnu vatni (sbr. bls. 39—40); mikil mold er og
góð, því það er ekki eiuungis, að hún hafi bætandi á-
hrif á matjörðina, heldur bendir hún lika á, að jörðin
hafi að öðru leyti mikla kosti til að bera, því annars
gat moldin eigi myndast, þar eð hún er mynduð af
leifum jurtanna, og er því bundin við talsverðan jurta-
gróður. Talsverð þyngdarminkun er því nauðsynleg, og
gott, að hún itemi 15°/0 af smámoldinni. —- Leir og
ryð ætti helzt ekki að vera minna en 10—12°/0, og svo
er talið, að í ágætisjörð sjeu leysanlegir stofnar 5—8°/0.
Kísilsýra má eigi vera meiri en c. 80°/0. Til sam-
anburðar við þetta, er sett fylgjandi tafla yfir sam-
setningu nokkurra jarðtegunda.