Búnaðarrit - 01.01.1890, Page 93
Fáeinar athugasemdir
um verzlun sveitabænda.
Bptir
Torfa Bjarnason.
„Vandfarið er með vænan grip“.
Jbví mun enginn neita að sveitabóndanum sje nauðsyn-
legt að verzla með ýmsar afurðir af búi sínu, og hafa
skipti á ýmsu, sem hann hefir gnægð af, fyrir annað,
sem liann þarfnast, en sem ekki fæst beinlínis af búinu.
Öllum kemur saman um, að bóndinn þurfi að kaupa
timbur, járn, áalt, kol, kornvöru, ýms áhöld og fieira,
sem honum er annaðhvort ómögulegt án að vera eða
stórvægilegur liagur er að geta keypt fyrir það, sem
hann helzt má missa. En eins og það er vafalaust, að
verzlunin er skilyrði fyrir eðlilegum framförum í bún-
aðinum hjer á landi, eins og hvarvetna annarstaðar, eins
er hitt líka víst, að bændur geta verzlað of mikið og
gjört sér öhag með því. Þetta hafa líka margir bændur
fundið og fylgt þeirri reglu, að verzla ekki meira en
brýn nauðsyn var til og þessum mönnum hefir jafnan
vegnað vel.
Síðan verzlunin fór að lifna, hefir mörgum hætt