Búnaðarrit - 01.01.1890, Page 155
161
Gjöld. Kr.
1. Fátækraútsvar 3.00
2. Fataslit 27.90
3. Áhaldaslit 5.25
4. Henntunarkostnaður 6.90
5. Munaðarkostnaður 14.80
6. Til jafnaðar færist hreinn gróði yfir árið 44.73
Alls kr. 102.58
Tekjurnar verða því kr. 44.73 meiri en gjöldin eins
og efnaskráin sýndi.
Þó að reikningar þessir sjeu fáir og einfaldir, þá
sýna þeir samt þann grundvöll, sem liægt er að byggja
tvöfalda bókfærslu á, í hversu stórum stýl sem er. Ung-
lingurinn, sem fyrst fer í vinnumennsku, þarf að líkind-
um í byrjuninni ekki að halda reikning nema við hús-
bónda sinn, eina eða tvær kindur, föt síu ogþað, sem
hann ver sjer til menningar. Nú eru reikningarnir hjá
vinnupilti þessum orðnir 11 að töluogþeir fjölga smátt
og smátt, eptir því sem eignin og viðskiptin aukast.
Svo fer maður þessi að búa og þá bætast enn við nýir
og nýir reikningar, t. d. við vinnuhjú, daglaunamenn,
jörðina, kýrnar, o. fl. Allt fyrir það byggjast allir þess-
ir reikningar alveg á hinum sömu lögum, sem hinir fáu
og litlu reikningar er unglingurinn hafði. Efnaskráin
ber ætið með sjer, hve mikið eignin hefur minnkað eða
vaxið á liverju reiknings ári, en reikningarnir sjálíir
sýna í hverju mismunurinn liggur, eða. á hverju reikn-
ingshaldarinn hefur haft hag eða óhag. Ef unglingur-
inn byrjar þvi á reikningsfærslu um leið og hann hefur