Búnaðarrit - 01.01.1890, Side 165
Settu mjólkina svo fljótt, sem verða má.
Bptir
Jósep J. Björnsson.
Allflestura mun vera það áhugamál, að fá sem mest
smjör úr mjólk þeirri, er þeir hafa. Það er almennttal-
inn kostur á kú, að hún sje smjörkýr, sem svo er kall-
að, og þá einnig ókostur, að kýr sje smjörlaus, o: mjólk-
in feitilítil. Þetta er og mjög eðlilegt, því smjörfeitin í
mjólkinni er dýrmætasta efnið í henni, þrátt fyrir það,
hve lágt verð er á smjörinu hjá oss.
En það er fleira en feitimagn mjólkurinnar, sem áhrif
getur haft á, hve mikið smjör fæst úr vissum mæli
mjólkur. Smjörfeitin næst ekki ætíð nær því öll úr
mjólkinni; opt er það, sem eptir verður, talsvert. Að
nokkur feiti verði eptir í undanrenningu er óhjákvæmi-
legt, þegar mjólk er sett þannig sem hjá oss tíðkast
íslendingum, en mjög mikið þarf það ekki að vera.
Hjer skal minnst á eitt af þeim atriðum, er áhrif liafa
á það, hve mikið af smjörfeiti verður eptir í undan-
renningunni, þegar mjólkin sezt, en það er kólnun áður
en sett er.
Það er æði langt síðan tekið var eptir því, að
Búnaðarrit III,—IV. 11