Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 6
2
BtÍNAÐARRIT
að standa á slíkum sögulegum stað og vór stöndum nú,
þar sem vér höfum umhverfis oss árangurinn af 150
ára menningarstarfi.
Á samkomum þessa dagana, hafa fallið hörð orð
um einveldið, og eg skal eigi reyna að vei-ja það. En
af því vór stöndum á þessum stað, verð eg þó að minna
á, að einmitt hann er áþreifanleg sönnun þess, að einvald-
arnir áttu þó til að elska land sitt og þjóð. Ef til vill
hefir þessi ást verið blönduð eigingirni, en þekkíst slíkt
eigi á vorum dögum? — Þar sem við sfötidum’nú, var
fyrir 150 árum hryggileg auðn. Þær fáu manneskjur er
hér bjuggu, lifðu við skort, áttu bágra en fólkið sem nú
býr einmana á íslandi. Þetta sá hinn einvaldi kon-
ungur og hann vildi rótta landi sínu og þjóð hjálp-
arhönd. Hann ákvað því að heiðalandið skyldi rækt-
að, og menn sneru sór þá sem oftar við slík tæki-
færi til Þýzkalands. Þýzk iðjusemi og sparsemi og
þýzkar handiðnir þóttu ómissandi kostir, og því voru
fengnir þýzkir landnemar. Um þetta má segja eins
og svo margar aðrar ráðstafanir einveidisins: viijinn
var góður, en hæfilegleikana til að finna rétt.u úrræð-
in skorti. Tilraunin til að rækta heiðina með nýj-
um innflytjendum mislánaðist. Þá var reynt að rækta
heiðina á annan hátt, konungur bauð að planta þar
skóg. Aftur var leitað aðstoðar Þjóðverja, sem þó hafði
starfað lengi í Danmörku; það var skógfræðingurinn
Brilel. Þótt hans nafn só ókunnugt fjöldanum, eins og
yfir höfuð alt, sem lýtur að skógrækt, hefir það jafnan
verið mikils metið meðal skógræktarmanna. Briiel var
sjálfstæður maður, sem sjá má af viðskiftum hans við
hinn einvalda konung. Trjáræktin mislánaðist í fyrstn,
nokkuð af trjánum óx að vísu fyrstu árin, en svo hnign-
aði þeim og þau visnuðu. Konungur kom og sá að trén
voru að deyja. Honum mislíkaði það og skipaði Briiel
að höggva þau upp, en hann gegndi því ekki. Nokkr-
um árum síðar kom konungur aftur, og sá hin dauðu