Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 7
BÚNAÐARRIT
3
tré standa óhögguð; nú varð hann reiður, og endur-
tók skipun sína. Brilel sagði að dauðu og dauðvona
trén væru til gagns, og sat fastur við sinn keip, og
konungur mat sérþekkingu hans svo mikils, að hann
sló undan. Hafi dauðu trén ekki gagnað beinlínis, þá
hafa þau þó gert það óbeinlínis, með því stöðugt að
minna skógræktarmennina á að bera sig skynsamlegar
að næst. Og það gerði danskur maður Jens Bang. Hann
las guðfræði en veiktist og ílutti sig upp í sveit. Þar kynt-
ist hann náttúrunni og Jærði að elska hana og skilja,
og varð skógræktarmaður. Fyrst var hann á Fjóni, sem
er mjög frjósamt land, en flutti þaðan yflr á Jótlands-
heiðar, enda var þar nóg verkeínið. Þar vann hann sitt
mikla lifsstarf í 50 ár. Hann heflr séð í anda skóga þá,
er vér ferðumst um í dag. Þá hefir hann framleitt.
Hann þekti gamla lögmálið: þú átt að gera þér jörðina
undirgefna, og hann breytti eftir því, vissi að í því lá
fyrirheit. — Bang stóð þó ekki einn uppi. Fjöldi af
góðum mönnum, sem þá voru uppi og elskuðu land og
þjóð, höfðu mikinn áhuga á að heiðin yrði ræktuð. Á
meðal þeirra var einn, er eg sérstaklega vil nefna, skáld-
ið Steen Blicher. Óskin um að heiðin yiði ræktuð,
varð æ sterkari og sterkari, þrátt íyrir margar árangurs-
lausar tilraunir, og árið 1864 fundu allir, að nú varð að
byrja fyrir alvöru á því starfi.
Yér höfum allir oftsinnis heyrt Dalgas nefndan. Um
hann má með sanni segja, að hann skildi samtíðarmenn
sína. Hann hagnýtti sór áhugann, breytti honum í starf.
Haldist nafn hans í heiðri.
Dalgas var verkfræðingur, og víðsýnn að upplagi,
sem cf til vill sézt bezt á hans „Landfræðismyndum frá
heiðinni." Hann innleiddi nýjar áveituaðferðir, og umbæt-
ur og blöndun jarðvegsins með leirkalki. En rétt erlíkaað
geta þess hér þegar vór stöndum í skógi, sem ríkið hefir
komið upp, þar sem til lykta er leitt það starf, er vér
liöfum séð upphafið á í hinum mörgu nýstofnuðu plant-