Búnaðarrit - 01.01.1907, Side 9
BÚNAÐARRIT
5
ingar, en vegna dönsku ríkisþingsmanna vil eg skýra frá
því, að það var dauskur maður, sjóliðsfoiingi Bydér, se-m
af ást til íslands og íslendinga hugkvæmdist að endur-
reisa skógana á íslandi. Einnig í þessu efni gildir nátt-
úrulögmálið: Eflist hvað sem af ást er sáð.
Hér 1 Steinadal sjáum vór öruggan vitnisburð um
þetta lögmál, og eg óska af hjarta, að það verði einnig
ofaná á ísiandi. Því mæli eg til íslendinga: Reisið
hinu bjarta morguns ári framfara yðar óbrotgjarnan
varða! Þór getið ef þór viljið reist sjóliðsforingja Byder
bautastein í Reykjavík, en það mun gleðja hann miklu
meira, að þið reisið honum lifandi bautastein — skóg
um alt ísland. Lifandi varðinn er miklu betri en dauð-
ur steinvarði, því hann er frekar eign allra, og það sem
meira er í varið, að upp af honum vex blessun um
ókomnar aldir.
En getur skógur þróast á íslandi? í þessu efni
gildir einnig gamalt náttúrulögmál: Vilji menn ná ein-
hverju takmarki, verða þeir að ganga þá götuna er að
því liggur! Auðurinn er hór sem oftar talinn aðalskil-
yrðið.
Það er nú svo! Skógar þeir, sem framleiddir hafa
verið hér í Danmörku, og sem eru til verulegs gagns,
hafa eigi kostað neitt stórfé. Mikla peninga þarf eigi
heldur á íslandi. Á því atriði strandar skógræktin naum-
ast, ef alt annað er í góðu lagi. Þá er jarðvegurinn og
veðuráttufarið, í einu orði sagt: náttúruskilyrðin.
Skógar hafa verið á ísiandi alstaðar þar sem nú
gerist þörf á skógi, og því getur engin vaíi leikið á, að
skógar geti þróast þar enn. Jarðvegurinn er eins og
sagt hefir verið miklu betri en á Jótlandsheiðum; og
þótt veðuráttufarið geti ef til vill hindrað að skógurinn
verði hávaxinn, getur það eigi aftrað því, að þar vaxi
lífvænlegur skógur, fái hann að eins að vera í friði fyrir
mönnunum. Nei, það sem sérstaklega þarfnast, er að
raenn vilji endurreisa skógana, vilji það á saraa hátt