Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 11
BÚNAÐARRIT
7
Ég'geng út frá því sem gefnu, að mönnum muni
þykja fróðlegt að heyra eitthvað uin þetta efni, þar sem
nú virðist vera að vakna nokkur áhugi meðal almenn-
ings til þess að rótta náttúrunni hjálpandi hönd og styðja
að uppgróðri landsins.
Forfeður vorir hafa tekið ómildum höndum á gróðri
þessa lands, og unnið ötullega að eyðingu hans. Eyð-
ingin hefir þó orðið svo sorglega mikil meðfram af því
að æfikjör plantnanna hór á landi eru ekki sem bezt
að mörgu leyti.
Eigi er þó svo að skilja, að forfeður vorir séu öðr-
um fremur ámælisverðir, því samskonar gróðrareyðing
af mannavöldum hefir og gengið yfir mörg önnur iönd.
Hér er sórstaklega átt við skógareyðingu, enda er hvað
mestur sjónarsviptir í skógunum og eyðing þeirra hefir
orðið til hins mesta tjóns víðar en hór á landi. Þegar
skógurinn liggúr í kalda koli, fara menn að sakna vin-
ar í stað, og fyr eða síðar verður mönnum það ijóst, að
ekki er urn annað að gera enn rækta skóginn af nýju.
Víða erlendis hafa menn byrjað á skóggræðslunni fyrir
löngu, en vér erum á eftir í því eins og svo mörgu
öðru. Eh betra er seint en aldrei, og svo lítur út, sem
hinni núlifandi kynslóð sé fullljóst að eitt af skylduverk-
um hennar er, að skrýða landið skógi og bæta þannig
fyrir syndir forfeðranna, enda mun hún vart geta reyst
sér veglegri minnisvarða en ilmandi birgiskóg. En það
þarf að gera meira en rækta skóg. Svo má að orði
kveða að vór höfum látið reka á reiðanum síðan landið
byggðist að því er ræktun iandsins snertir. Túnin kring-
um bæina eru einu ræktarblett.irnir, og mörg þeirra kafna
þó sannarlega undir nafni, og þau svæðin eru svo örlítil,
sem hafa verið unnin með „pál og plóg.“ En þetta
dáðleysi á að hverfa, enda er nú alt útlit fyrir að áhugi
sé farinn að vakna í þessu efni. Vér byrjum seint að
rækta landið og verðum þá að sýna því meiri atorku og
dugnað, Landið er gott sé því sómi sýndur og óþarft