Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 12
8
BÚNAÐARRIT
er að lifa hér við fátækt, því landið ber nægileg auðæfi
i skauti sér. Mark og mið vort á að vera, að rækta
landið og fara svo með það, að grænar grundii', skógar-
reinar og blómlegir aldingarðar skiftist á.
Með því að ræktun landsins byggist að miklu ieyti
á þekkingunni á hinum núverandi gróðri og æfikjörum
hans, hefir mér komið til hugar að benda hér á ýmis-
legt, er sýni hvernig gróðurinn hefir þróast hér og náð
hinni núverandi félagsskipun. Meðal annars má af því
ráða, að lífskraftur gróðursins og þrautseigja er mikil hér
á landi, og þarf því ekki að óttast að öllu sé á glæ kast-
að þó einhverju sé kostað til að græða landið upp.
Gróðurinn, sem nú er á íslandi, er tiltölulega ung-
ur, og vagga hans hefir staðið í skauti siðustu ísaldar.
A ísöldinni var iandið alþakið jökli og það er næsta
ólíklegt að nokkur af þeim plöntum, sem byggja landið
nú, hafi verið hér þá, því það er með öllu óvíst að nokk-
ur blettur hafi þá verið íslaus á landinu. Saga gróðurs-
ins byrjar því fyrst við lok ísaldarinnar. Áður en vér
förum frekar út í það efni, skulum vér athuga hvernig
ísöldin hafði búið í haginn fyrir hina komandi gróðraröld.
Landið var, eins og drepið var á, alþakið jökli, eða
hulið jökulhellu. Jökullinn or frosið vatn eins og kunn-
ugt er. Hann rennur þvi eða streymir eins og vatnið
og þar eru jökulstraumar og jökulfossar. Jökulbreiðan
yfir landinu hefir verið afarþykk og því fallið þungt að
yfirborðinu. Jökullinn hefir því muiið bergtegundirnar í
sundur og grafið sig niður í hálendið. Þegar jökullinn
fór að þiðna hafa jökulárnar skolað fjalllendið og flutt
með sér möl og leir niður á láglendið; þannig myndað-
ist jarðvegur eða mold. Orðið mold táknar oitthvað, sem
mulið er, og er einkum viðhaft um smámuldar steina-
eða bergtegundir á yfirborði jarðar þar sem jurtir vaxa.
í mæltu máli er orðið nokkuð yfirgripsmeira og táknar
sambland af bergrhulningi og rotnandi dýra og jurta leyf-
um. Gæði moldarinnar fara eftir samsetningi bergtegund-