Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 14
10
BÚNAÐARRIT
á þar við plöntuleifar, sem kunna að finnast í gömlum
leirlögum eða jökulurðum frá ísöldinni. Meðan þessi
skilríki evu hulinn leyndardómur verðum vér að láta oss
lynda þær bendingar, sem hinn núvejandi gróður kann
að gefa. En þær eru sáriitlar og, ef satt skal segja,
sýna þær ekki annað en að jurta tegundir íslands all-
flestar eru komnar frá næstu löndum í Norðurálíunni,
og fáar að eins frá Vesturálfunni (Grænlandi).
Það hefði verið mun hægra um vik að skýra þetta
efni ef náttúrufræðin hefði staðið á hærra stigi á land-
námsöldinni. Þá hefðum vér þó að minsta kosti fengið
jafngóðar upplýsingar um samsetningu gróðursins og um
gróðurinn sjálfan eða gróðrarfarið. Að því er gróður
landsins snertir, má með fullri vissu ráða af sögunum, að
öll hin sömu plöntufélög, sem hyggja landið nú, hafa
verið hér þegar landnámsmennina bar að landi, en þau
haía ekki haft sömu útbreiðslu þá og nú, og nægir að
benda á skógana í því efni. Sagan segir að landið var
viði vaxið millí fjalls og fjöru. Það megum vér þó ekki
taka bókstaflega, enda má með nokkurnvegin vissu sjá
hvar skógar hafa verið til forna. Þeir hafa einkum ver-
ið á láglendinu, þar sem nú eru melar holt og móar, og
allvíða í mýrlendi. Sumstaðar hafa þeir og náð tals-
vert uppeftir fjailahlíðunum. Þess utan má ráða af sög-
unum að hér hefir verið víðáttumikið graslendi og skóg-
lausar mýrar, skriður, sandar o. fl. o. fl.
Hefðum vér nú jafnframtþessum upplýsingum feng-
ið vitneskju um hveijar tegundir uxu hér þegar landíð
byggðist, þá vissum vér og hverjar tegundir hafa borist
til landsins eftir þann tíma. En því er nú ekki að heilsa.
Hins vegar má telja víst að margar tegundir hafa borist
hingað með landnámsmönnunum. Þeir fluttu með sér
alt búferli sitt. Þar voru alidýr svo sem hestar, sauðfé,
nautgripir, svín o. fl, og þá er svo sem auðvitað að þeir
hafa orðið að flytja með sér fóður í ríkulegum mæli.
Á þann hátt getur margt fræið hafa borist hingað. Forn-