Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 21
BÚNAÐARRIT
17
Meðan sandurinn er á stöðugri hreyfingu er þar
ekki um neinn gróður að ræða, þvi þó ein og ein planta
kunni að íesta þar rætur einhversstaðar, þá verður saga
hennar ekki löng. Um verulegan uppgróður er því ekki
að ræða fyr en sandurinn er kominn í eitthvert jafnvægi
og um eitthvert hlé er að ræða. Melurinn er fyrsti
landneminn í söndum hér á landi. Hann þrífst þar mæta-
vel, og kvíslast um sandinn þveran og endiiangan. Að-
ur en langt iiður koma þar upp melþúfur af misjafnri
stærð. Melþúfurnar verða oft afarstórar, svo réttara
væri að kalla þær melbala, meihóla eða melbakka. Eftir
að meiurinn er farinn að vaxa i sandinum iíður ekki á
löngu að stallbróðir melsins, sandvingullinn, flytjist þang-
að. Hann þrifst mjög vel í skjólinu milli melstráanna.
Seir.na koma hinar aðrar sandtegundir og hirðum vér
ekki að telja þær upp, því melurinn og sandvingullinn
eiu langþýðingarmestar. Mjög víða kemst gróðurinn
ekki lengra áfram, því þegar melvingulþúfurnar hafa náð
talsverðri stærð fara þær oft að særast af sandfokinu. og
leikslokin verða oft þannig að stormurinn eyðir algjör-
lega gróður þann, sem kominn var, og rótar sandinum
um, svo ekki sjást þess merki, að þar haflnokkru sinni
verið gróður. Þá byrjar baráttan á ný og oft getur svo
farið hvað eftir annað að gróður og auðn skiftist á.
Sumstaðar er þó melgróðurinn ekki síðasta stigið,
einkum þar sem ofurhtið liié er að flnna. Þegar mel-
gróðurinn fer að eldast breytist jarðvegurinn smámsam-
an og verður byggiiegur reitur fyrir ýmsar aðrar plöntu-
tegundir. Einhver fyista breytingin á gróðrinum er í þvi
fóigin, að melstráin iækka og þeim fcr að fækka, en að því
skapi sem melnum fer aftur fer stallbróðir hans, sandvingl-
inum fram. Að lokum hverfur melurinn og iandið breyt-
ist þá í rýrar graslendur. Þegar á þetta stig er komið, er auð-
vitað mjög algengt að gróðurinn eyðilegst af nýju og gróðr-
arbaráttan verður þá að byrja á nýjan ieik. Eigi ali-
sjaldan ber þó við, að grasflesjurnar halda sér, og gróðr-
2