Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 27
BÚNAÐARRIT
23
því er það, að þeir gera alt sem í þeirra valdi stendur
til þess að bæta smjörgerðina og mjólkurmeðferðina.
Útflutningur smjörs frá Rússíandi til Englands, nam
árið 1903, 484,328 enskum vættunr. Árið eftir var
smjörið nokkru minna, en 1905 heflr það aukist. Þá
fluttar þaðan til Englands 461,140 vættir, en þar af voru
frá Finnlandi 103,540 vættir. Annars nam útflutt smjör
frá Finnlandi alls.
Árið 1904, 24,396,000 pd.
— 1905, 32,136,000 pd.
Af útfluttu smjöri frá Finnlandi fara nálægt 18°/0
til Danmerkur. Þangað eru og flutt árlega smjör
frá Síberíu, um og yfir 20 miljónir pd. og helmingurinn
af því fer aftur til Þýzkalands og er selt þar.
Verð á Síberisku smjöri á Englandi er mjögáreiki,
enda er það afar mismunandi að gæðum, og kemur tíð-
ast mjög óreglulega á markaðinn. Það er einnig oft
lengi á leiðinni, og fer því misjafnlega um það og spillir
það sölunni. Það selzt vanaléga 8—16 aura undir dönsku
smjöri, og heflr munurinn enda orðið 18—20 aurum á
hverju pundi.
Smjörflutningur frá Sviþjóð til Englands fer heldur
minkandi, en smjörið selst tíðast vel, enda er smjör-
gerð og smjörverkun þar í framför. Smjörið þaðan selst
með svipuðu verði og danska smjörið; en þó jafnaðar-
lega heldur iægra, þetta 2—4 aurum á pundi.
Smjörflutningur frá Frakklandi til Englands fer og
minkandi, eins og taflan ber með sér. Það er 106,226
vættum minna flutt til Englands þaðan 1905 en árið
1903. En smjörið er í góðri verkun og selst lítið eitt
undir dönsku smjöri að jafnaði.
Sama er um Holland og Þýzkaland að segja, að
srojörútflutningur frá þeim löndum fer rónandi með ári
hverju.
Smjörútflutningur Noregs or eigi nefndur sérstaklega
í töflunni en hann var: