Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 30
26
BÚNAÐARRIT
það einkum þrennt, er hefir áhrif á hana eða verð
smjörsins, og það fyrsta er innflutningurinn eða hversu
mikið flyzt af smjöri á markaðinn; annað, hagur eða
kaupþol verkamanna í landinu og þriðja, gæði smjörsins.
Um þessi atriði vil óg fara nokkrum orðum. .
1. Innflutningur stnjörs til Englands hefir farið
vaxandi um mörg ár .fram að 1905. En jafnframt er
þess að gæta, að smjörneyzla þjóðarinnar hefir einnig
aukist og eykst árlega. Þegar þetta tvent er í nokkurn
vegin jafnvægi, þá heizt smjörverðið jafnt. En ef þetta
jafnvægi raskast breytist verðið. Flytjist inn í landið
meira smjör en sem nemur kaupgetunni eða smjörneyzl-
unni, þá lækkar verðið: En ef þar á móti flyzt inn
minna smjör en þarfirnar heimta, þá hækkar verðið.
Þetta er algiid regla á enska smjörmarkaðinum; það
sýnir reynslan. Árið 1905 var smjör á Englandi í ó-
vanalegu háu verði, og þetta háa verð stafar aí því, að
þá fluttist þangað minna smjör en árið áður. Þetta ár
er innflutt nálægt 100 þúsund enskum vættum minna
en 1904. Og þegar svo þess er gæt.t, að eðlileg, árleg
smjörneyzlu aukning er talin að vera 160 þús. enskar
vættir, þá er skiljanlegt, að smjörið hafi hækkað í verði.
Hóðan áf iandi var flutt út af smjöri 1905:
Frá búunum:
Austanfjalls nál.......... 200,000 pd.
Úr Borgarfj. og Kjósars. 40,000 —
— Dalas. og Norðurlandi 45,000 —
Samtals 285,000 pd.
Auk þessa voru seld innaniands frá búunum hjer
sunnanlands, nálægt 10,000 pd.
Smjörið seldist yfir höfuð vei og jafnt. Meðal sölu-
verð á því í Englandi mun hafa verið 84—85 aurar
pundið.
Af útfluttu smjöri hlutu verðlaun:
10 aura 275,306 pd.
5 — 6,644 —