Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 36
32
BÚNAÐARRIT
sú, að gera megi glöggan greinarmun á hinum ýmsu
ættliðum bastarðsins (eða kynblendingsins) annars vegar
á fyrsta ættliðnum, bastarðinum, sem getinn er við sam-
farir tveggja ólíkra foreldra, og hinsvegar á afkvæmi
bastarðsins (ef hann er frjósamur), eða öðrum ættlið
bastarðsins og þeim, sem þar á eftir koma.
Allir einstaklingar fyrsta ættliðsins eru eins, eða hér
um bil eins úflítnndi og líta yfirleitt út eins og sam-
brygði milli foreldranna. Aftur á n.óti sýna einstakling-
ar seinni ættliða takmarkalausa tilbreytni og reynast því
með öllu óábyggilegir til undaneldis. í alidýraræktinni
eru því kynblendingar sjaldnast notaðir tii undaneldis, en
kynblöndun aðallega notuð til þess að koma upp betri
brúkunar og sláturskepnunr en ella væri unt, að minsta
kosti í svip.
Með kynblöndun er leitast við að sameina þá kosti,
er jafnaðarlega eru ekki sameinaðir. Vegna þess er
venjulega blandað mjög frábrugðnum kynjum eðajafnvel
gagnólíkum. Þegar þeir eiginlegleikar, sem annars eru
ósamfara og frábrúgðnir, verða sameinaðir, þá hefir það
oft mikla hagsmuni í för með sér. Til skýringar mætti
nefna, að kálfar undan kúm af harðgerðu kyni og því í
sjálfu sér seinþroska, erfa hráðan þroska frá nauti af
stut.thyrnta kyninu enska.
Þar sem skepnuhöldum er svo háttað að skepnurn-
ar þurfa að vera harðgerðar til þess að menn hafi sem
mest not, búpeningsins, verður ekki hjá því komist, að
kynið verði að saina skapi seinþroska sem harkan er ineiri.
Þegar útlendingar kaupa íslenzk tryppi, gæta þeir
þessa ekki, kenna þróttleysið vondri meðferð á einstak-
lingnum, gefa því tryppinu vel og fara bráðlega að
brúka það. En þegar tryppið ekki tekur fóðrinu eins vel
og því ekki fer fram að sarna skapi og þeir eiga að
venjast, verða þeir óánægðir yfir kaupunum, telja íslenzka
hesta lélegri og ljótari en þeir eru, misbjóða tryppinu og
skemma það.