Búnaðarrit - 01.01.1907, Síða 39
BÚNAÐARRIT
35
Hinn ágæti fjánnaður Páll Stefánsson fi á Þverá hygg-
ur, að hið framúrskarandi fjárkyn, er hinir nafnkunnu
fjármenn, Baldursheims-bræður, hafa komið upp, Baldurs-
heimsféð, geti þrifist á Suðurlandi, og haldið kostum sín-
um, sé því sýnd nægileg nákvæmni í hirðingu og ann-
ari meðferð, náttúruskilyrðin þurfi ekki að verða þvi að
fótakefli. En þá kernur til álita, hvort slík fjárhirðing,
sem til þess er nauðsynieg, sé með góðu móti fáanleg á
Suðurlandi, og hvort ekki verði fult svo arðsamt og franr-
kvæmanlegra fyrir bændur hér syðra, að iáta sér nægja
að liafa hrúta af Baldursheimskyni, eða einhverju enn
vænna og ræktaðra kyni útlendu, til þess að hleypa til
ánna og þann veg koma upp frálagsfénu.
Sjálfum fjárstofninum eða heimafénu í hverju bygð-
arlagi, ærkyninu, ætti þá að sjáifsögðu að halda hrein-
kynjuðu. Mætti svo bæta það út af fyrir sig annaðhvort
með úrvali eða með því að flytja inn í héraðið ann-
að betra kyn, er fengin væri reynsla fyrir því, að það
þyldi þá meðferð, er það yrði að þola, hvort heldur væri
af náttúrunnar- eða mannavöldum.
Með því að líkur eru til, að slíkar kynbætur, er hér
ræðir um, geti orðið arðsamar hér á landi, virðist ekki
ástæðulaust að gerðar séu tilraunir með kynblöndun.
Slíkai- tilraunir þyrftu ekki að kosta mjög mikið. Á
sauðfénaði ætti að gera tilraunir í því skyni að koma
upp vænna fé og arðsamara til frálags en nú gerist. Á
hrossum ætti markmiðið með tilraununum að vera bráð-
þroskaðri, sterkari og stærri brúkunarhestar en annars
er kostur á.
Þó að svona lagaðar kynbætur lánuðust og kæmust
á, mætti engu að síður gera kynbætur á heimapeningi
með úrvali og betri meðferð. Það er ekki einasta sjálf-
sagt, heldur bein skylda að bæt.a öll skepnuhöld í land-
inu með úrvali, með því að tryggja sér beztu og táp-
mestu skepnurnar til undaneldisins. En hvað hestana
og sauðfénaðinn áhrærir, mun tæplega skynsamlegt að