Búnaðarrit - 01.01.1907, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRTT
37
Fyrir tæpum tveimur árum fór Landsbúnaðarfélags-
stjórnin þess á leit við mig, að eg gerði nákvæmar at-
huganir um þyngd grasins þegar það er látið
niður, hvernig hitinn í því verður, með aðferðinni sem
eg hefi haft við súrheysgerðina, og svo þyngd fóðurs-
ins þegar það er geflð og úrgang úr því.
Af því eg lít svo á, að þær athuganir þurfi að fram-
kvæmast með mikilli nákvæmni til þess að nokkuð verði
verulegt á þeim að byggja og hljóti að taka mikinn tíma
og fyrirhöfn og þar af leiðandi verða dýrar, vildi eg ekki
takast það á hendur að svo komnu. Eg efast lika um
að þeir, sem ekki vilja reyna að brúka þær aðferðir við
súrheysgerðina, sem bæði eg og margir fleiri hafa ræki-
lega skýrt frá og eru mjög einfaldar og ódýrar, en viss
góður árangur af þeim, muni verða fúsari að nota að-
ferðina þó skýrt só frá þyngd fóðursins í gröfina og úr henni.
Eg ímyndt mér að það mundi verða mest metið af þeim
bændum sem hafa þá mjög góðu reglu að vigta alt fóð-
urþáþess er aflað og þegar það er gefið fénaðinum; en
munu þeir vera allmargir sem það gera?
Seint í júní eða fyrst í júií siðastl., kom forseti Bún-
aðarfélags íslands hjer, til þess að skoða staðinn, sem
eg hefi í mörg ár notað til súrheysgerðarinnar. Þá sá
hann líka úrganginn úr súrheyinu, sem eg hafði síðastl.
vetur. Þegar hann hafði skoðað þetta, dáðist hann að því,
hve útbúnaðurinn, sein eg nota, er einfaidur og ódýr,
og hvað úrgangurinn var lítill. Hann sagði mór þá, að
stjórn Landsbúnaðarfélagsins ætlaði að gefa mór mjög
vandaðan og dýran hitamæli, og eg mætti vitja hans þeg-
ar eg vildi, er eg kæmi til Reykjavíkur. En hún óskaði
að eg athugaði með honum, hvernig hitinn gengur til
í súrheyinu hjá mér framvegis og skýrði frá því í Bún-
aðarritinu.
Jafnframt því, að eg hér með tjái mig fúsan til
þess að athuga hitann í súrheyinu og skýra frá, hvernig
hann hagar sór, færi eg stjórn Landsbúnaðarféiagsins