Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 42
38 BÚNAÐARRIT
kæra þökk fyrir mælirinri, er eg met heiðursgjöf mér
mjög kærkomna.
Síðastliðið sumar hafði eg, sem að undanförnu, all-
mikla há, sem var slegin og hirt í septembermánuði, eftir
að óþurkatíðin skall hór á. Eg lét hana alla í súrhey;
önnur björgunaraðferð var ómöguleg; það sem slegið var
á engjum, eftir að rigningarnar skullu á, bæði hjá mór
og öðrum hér, náðist ekki fyrri en undir veturnætur og
þá illa þurt, og mjög skemt. IJá er búið var að láta
alia hána í súi heysgröfina, mældi eg hitann og var hann
þá 48° R. á tveggja feta dýpt undir yfirfleti stakksins,
sem var upp af gröfinni; bæði ofar og neðar var hitinn
minni, á þriggja feta dýpí 37°, cn jafn um alla gröfina.
Þá lét eg hana standa tyrfða, en farglausa nokkra daga
(4), en mældi hitann á hverjum degi; hann steig dáiítið
komst upp í 53° á 3. degi frá því eg tyrfði hana, mest-
ur á tveggja feta dýpt. Á 4. degi var hann orðinn minni,
ekki nema 50°, þá tók eg torfið af aftur og lót ofan á
háar-töðuna dálítið engjahey, sem reitt var heim vota-
band, en varð ekki þurkað, þótt komið væri heim á tún,
svo tyrfði eg strax ofan á það og fergði með grjóti,
eins og eg er vanur að gera samstundis og búið er að
láta altí stakkinn upp af gröfinni. Daginn eftir að fargið var
látið á, var hitinn íallinn í 25°, á 2. degi var hann kom-
inn niður í 20°, og eftir það fór hann mjög hægt fall-
andi marga daga; eg mældi á hverjum degi. Nú í des-
ember er hitinn tæplega 11°.
Af því hvað mikið rigndi í haust er leið, var alt há-
argrasið vott þegar eg lét það niður; samt er súrhey-
ið í góðri verkun, en ekki eins gott og þegar það
fæst grasþurt í gröfina. Það er margreynt, að því minna
laust vatn sem er í grasinu þegar það er lát.ið niður,
þess betra verður fóðrið. Og það er líka margreynt, að
það verður gott fóður, þó grasið sé látið í gröíina í stór-
rigningu. Það er því áreiðanlega rangt, að ekki er al-
ment notuð súrheys aðferðin, til þess að bjarga fóðrj