Búnaðarrit - 01.01.1907, Page 44
40
BÚNAÐARRIT
Guðrún Jónsdóttir 4,62.
Guðrún Ólafsdóttir 5,17.
Guðfinna Þorsteinsdóttir 5,06.
Jónina Sigurðardóttir 5,11.
Lilja Gísiadóttir 4,92.
Steinunn Ingimundardóttir 5,44.
Sigurbjörg Jónsdóttir 5,40.
Stjórn Búnaðarfólagsins bað mig að ferðast millum
rjómabúanna á Suðurlandi, eins og eg hafði gert árið
1904 og gerði eg það á tímabilinu frá 27. júní til 12.
ágúst. Ákveðið hafði verið, að eg í þeirri ferð athug-
aði rjómann á smjörbúunum frá hverjum bónda, og hefi
eg skýrt frá því í síðasta hefti Búnaðarritsins; þar mint-
ist eg einnig á nokkur atriði snertandi mjólkurbúin, og
sleppi eg þeim hér.
Á næstum öllum mjólkurbúunum eru notaðar stein-
olíu- eða gasólín-hitunarvólar til þess að hita upp vatn,
rjómann og sýruna, og undantekningalaust eru þessar
hitunarvélar ófullnægjandi. Eigi vinnan að ganga vel,
er óumflýjaniegt, að rjómabústýran hafi nægjanlega stóra
hitunarvél til að hita með vatnið og s. frv. Hin nú-
verandi hitunaráhöid nægðu í fyrstu, en eftir því sem
búin stækkuðu og rjóminn óx, hafa kröfurnar um fljóta
hitun aukist. í sambandi við þetta verður að athuga,
að gasólínið hefir hækkað talsvert. í verði, en kol fallið
í verði, og má því spara mikið með því að nota kol til
hitunarinnar.
Mjólkurbúið hér á Hvitárvöilum eyðir yfir sumarið
5—6 skippundum af kolum, er kosta, hingað komin, 20
—25 kr. Væri notuð gasólin-hitunarvél, mundi hitunin
kosta 50—55 kr. Mest er þó um vert að bústýran hafi
jafnan nóg af heitu vatni, og þægindi eru fyrir formann
búsins að vera laus við stöðugt kvart bústýrunnar um
ónóg hitunaráhöld og vonda iykt frá gasólín vélinni. Hér
á skólanum notum við pott, er stendur laus frá vegg, frá
Yerksmiðju Jens Hansen \ Kaupmannahöfn, er tekur